Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. ágúst 2025 15:40 Guðbjörg Norðfjörð var starfandi skólastjóri í Hraunvallaskóla í fyrra. Hafnarfjarðarbær Guðbjörg Norðfjörð Elísdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Hamranesskóla sem reiknað er með að taki til starfa haustið 2026. Skólinn verður tólfti grunnskólinn í Hafnarfjarðarbæ, sá tíundi sem bærinn rekur en þar eru einnig sjálfstætt starfandi skólarnir Barnaskóli Hjallastefnunnar og Nú. Skólinn verður fyrir börn á aldrinum eins til sextán ára en fyrsti áfangi er í byggingu. „Ég er virkilega spennt að vinna með samfélaginu við að byggja upp þennan nýja skóla,“ segir Guðbjörg á vef Hafnarfjarðarbæjar en hún tekur til starfa 1. nóvember. Hún er menntaður kennari og hóf nýverið meistaranám í forystu og stjórnun. Hún hefur starfað lengur en 20 ár í grunnskóla sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur í Hraunvallaskóla. Á vef bæjarins segir að skólinn verði byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og bjóði uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er líka talað um að skólinn verði miðstöð hverfisins og að þar verði bókasafn fyrir hverfið. Teikning af Hamranesskóla sem nú er í byggingu. „Það er spennandi nálgun að vinna saman sem samfélag að mótun skólans,“ segir Guðbjörg. Mikilvægt sé að börn sinni íþrótta- og/eða tómstundanámi. Hún leggi mikið upp úr því. „Ég hef þann draum að allir nemendur taki þátt í íþrótta- og tómstundastarfi af einhverju tagi. Það er samfélagslega gott fyrir alla; fyrir nemendur, foreldra og alla sem búa í samfélaginu. Það er afar stórt tækifæri að fá að gera þetta frá byrjun,“ segir Guðbjörg. Hún er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur auk þess starfað fyrir hreyfinguna bæði sem formaður og varaformaður Körfuknattleikssambandsins. Skólinn á að rúma 450 nemendur en reiknað er með því að taka inn nemendur í 1. til 4. bekk haustið 2026. Svo verði hann stækkaður smátt og smátt. Ístak byggir skólann sem verður 8800 fermetrar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna. Skóla- og menntamál Vistaskipti Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira
Skólinn verður fyrir börn á aldrinum eins til sextán ára en fyrsti áfangi er í byggingu. „Ég er virkilega spennt að vinna með samfélaginu við að byggja upp þennan nýja skóla,“ segir Guðbjörg á vef Hafnarfjarðarbæjar en hún tekur til starfa 1. nóvember. Hún er menntaður kennari og hóf nýverið meistaranám í forystu og stjórnun. Hún hefur starfað lengur en 20 ár í grunnskóla sem kennari, deildarstjóri, aðstoðarskólastjóri og skólastjóri síðasta vetur í Hraunvallaskóla. Á vef bæjarins segir að skólinn verði byggður samkvæmt metnaðarfullri hugmyndafræði og bjóði uppá spennandi tækifæri til nýbreytni í skólastarfi. Í skólanum er gert ráð fyrir frístundaheimili og félagsmiðstöð ásamt útbúi frá Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. Það er líka talað um að skólinn verði miðstöð hverfisins og að þar verði bókasafn fyrir hverfið. Teikning af Hamranesskóla sem nú er í byggingu. „Það er spennandi nálgun að vinna saman sem samfélag að mótun skólans,“ segir Guðbjörg. Mikilvægt sé að börn sinni íþrótta- og/eða tómstundanámi. Hún leggi mikið upp úr því. „Ég hef þann draum að allir nemendur taki þátt í íþrótta- og tómstundastarfi af einhverju tagi. Það er samfélagslega gott fyrir alla; fyrir nemendur, foreldra og alla sem búa í samfélaginu. Það er afar stórt tækifæri að fá að gera þetta frá byrjun,“ segir Guðbjörg. Hún er fyrrverandi landsliðskona í körfubolta og hefur auk þess starfað fyrir hreyfinguna bæði sem formaður og varaformaður Körfuknattleikssambandsins. Skólinn á að rúma 450 nemendur en reiknað er með því að taka inn nemendur í 1. til 4. bekk haustið 2026. Svo verði hann stækkaður smátt og smátt. Ístak byggir skólann sem verður 8800 fermetrar. Stefnt er að því að fyrsti áfangi verði tilbúinn sumarið 2026, annar áfanginn ári síðar og sá þriðji sumarið 2028. Samningsupphæðin er um 6 milljarðar króna.
Skóla- og menntamál Vistaskipti Grunnskólar Hafnarfjörður Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Sjá meira