Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 15:18 Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira