Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Jón Þór Stefánsson skrifar 13. ágúst 2025 15:18 Héraðsdómur Reykjaness tók málið fyrir. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness vísaði á dögunum frá máli þar sem fjórmenningar voru ákærðir fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Málinu var vísað frá vegna tengsla lögreglumanns, sem var aðalrannsakandi málsins, við einstakling sem varð fyrir annarri þessara tveggja meintu árása. Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja. Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Annars vegar voru tveir fjórmenningana ákærðir fyrir að ráðast á mann við ótilgreinda verslun í febrúar 2023. Öðrum þeirra var gefið að sök að slá manninn með ítrekuðum höggum í höfuðið meðan hann reyndi að komast undan. Hinn var þá sagður hafa lyft manninum upp og kastað honum í jörðina og þar á eftir hafi sá fyrrnefndi sparkað í höfuð hans meðan hann lá í jörðinni. Hins vegar voru þrír þessara fjögurra sakborninga ákærðir fyrir að ráðast á annan mann á bílastæði í júlí þetta sama ár. Samkvæmt ákæru var sá sem varð fyrir árásinni í fremra farþegasæti bíls þegar hann hafi verið sleginn mörgum höggum í höfuð, meðal annars með glerflösku. Urðu áskynja þess að þeir væru tengdir Í úrskurði héraðsdóms segir að aðalmeðferð málsins hafi farið fram í lok júlí og staðið yfir í þrjá daga. Fyrstu tvo dagana hafi skýrslur verið teknar af öllum sakborningunum og öllum vitnum nema einu. Eftir annan daginn hafi verjandi eins sakborningsins ritað dómnum og öðrum sakflytjendum bréf þar sem hann sagði að verjendur hefðu orðið þess áskynja að aðalrannsakari málsins, sem hefði yfirheyrt sakborningana og vitni málsins, væri tengdur manninum sem mun hafa orðið fyrir síðari árásinni. Það hefur verið afmáð úr úrskurði héraðsdóms hvernig lögregluþjónninn og brotaþolinn tengjast nákvæmlega, en þó kemur fram að í laganna skilningi þeir séu skyldir að „öðrum lið til hliðar“. Það nær yfir nokkur víðtæk, en þó náin fjölskyldutengsl. Óheimilt að rannsaka málið Í kjölfarið fóru verjendurnir fram á að málinu yrði vísað frá dómi. Saksóknari sagði í kjölfarið að hann hefði fengið þær upplýsingar frá umræddum lögregluþjóni að hann hefði upplýst yfirmann sinn um tengslin og þá sagðist hann jafnframt ekki hafa tekið skýrslu af manninum sem hann tengdist. Dómurinn tók undir með sakborningunum að lögregluþjóninum hefði verið óheimilt fyrir lögregluþjóninn að rannsaka meinta líkamsárás, jafnvel þó hann hafi upplýst yfirmann sinn um tengslin. Hann ákvað því að vísa seinni ákærunni frá dómi, og líka þeirri fyrri vegna mikilla tengsla málanna tveggja.
Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira