Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 13. ágúst 2025 13:31 Séð yfir Gufufjörð og bráðabirgðabrúna. Fjær á Grónesi sjást vinnuvélar Borgarverks, sem vinnur að gerð fyllinga til undirbúnings brúasmíðinni. KMU Smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit, yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, tefst um þrjá mánuði hið minnsta. Ástæðan er óleyst kærumál vegna verkútboðsins en Vegagerðin hafnaði tveimur lægstu tilboðunum. Þess í stað ákvað Vegagerðin að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin var kærð til Kærunefndar útboðsmála. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Þær eru næstsíðasti áfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þegar framkvæmdunum lýkur styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra og samfellt bundið slitlag kemst á milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi. Tilboðin voru opnuð þann 29. apríl í vor og var miðað við að framkvæmdir færu á fullt í sumar. Þær eru hins vegar ekki enn hafnar en í útboðsskilmálum var gert ráð fyrir að verkinu yrði að fullu lokið 30. september á næsta ári. Vegagerðin telur núna að það muni ekki nást. „Eins og staðan er núna þá gerum við ráð fyrir verklokum í lok árs 2026,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar. Minni brúin yfir Djúpafjörð. Fjær sér á fyrirhugaðan áningarstað á Grónesi, milli Gufufjarðar og Djúpafjarðar.Vegagerðin „Málið er enn til meðferðar hjá Kærunefnd útboðsmála og er þar í ferli. Það er óljóst hvenær niðurstaða fæst og þá hvenær verður samið. Vegagerðin vonast til að það leysist sem fyrst úr þessu máli svo hægt verði að hefja framkvæmdir,“ segir Sigríður. Tilboðin sem var hafnað voru annarsvegar frá Vörubílstjórafélaginu Mjölni á Selfossi, sem átti lægsta boð upp á 1.626 milljónir króna, og hins vegar frá Sjótækni í Reykjavík, upp á 1.705 milljónir króna, en þetta er eitt stærsta útboð ársins hjá Vegagerðinni. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði fréttastofu fyrr í sumar að tilboðunum hefði verið hafnað þar sem þau stóðust ekki kröfur útboðsins. Stefnt væri á að semja við þriðja lægsta bjóðanda, sem væri Leonhard Nilsen & Sønner. Í verkinu felst annars vegar smíði 58 metra langrar brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metra langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði. Séð yfir Gufufjörð og bráðabirgðabrúna. Fjær við Grónes sjást vinnuvélar Borgarverks, sem vinnur að gerð fyllinga til undirbúnings brúasmíðinni.KMU Þetta er næstsíðasti áfangi í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Lokaútboðið er hins vegar eftir; smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð, sem Vegagerðin hefur áætlað að bjóða út fyrripart komandi vetrar. En mun seinkunin á næstsíðasta verkhlutanum hafa áhrif á útboð lokaáfangans, smíði stálbogabrúarinnar, og lok þess verkhluta? Séð yfir Djúpafjörð frá Hallsteinsnesi. Fyllingar eru komnar að stæði fyrirhugaðrar stálbogabrúar, sem er lokaáfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.KMU „Þetta hefur ekki áhrif á það útboð,“ svarar Sigríður Inga hjá Vegagerðinni. Borgarverk vinnur þessa dagana að undirbúningsverki fyrir brúasmíðina, sem er gerð fyllinga yfir firðina. „Framkvæmdir ganga ágætlega og vinna við fyllingar í Gufufjörð og Djúpafjörð er nokkurn veginn á áætlun,“ segir Sigríður. Vegagerðin um Gufudalssveit er útskýrð í þessari frétt: Vegagerð Samgöngur Teigsskógur Reykhólahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3. júlí 2025 16:54 Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29. apríl 2025 18:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Þess í stað ákvað Vegagerðin að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin var kærð til Kærunefndar útboðsmála. Fjögur tilboð bárust í brúasmíðina yfir Gufufjörð og Djúpafjörð. Þær eru næstsíðasti áfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Þegar framkvæmdunum lýkur styttist Vestfjarðavegur um 22 kílómetra og samfellt bundið slitlag kemst á milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Jafnframt færist leiðin af tveimur fjallvegum, Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi. Tilboðin voru opnuð þann 29. apríl í vor og var miðað við að framkvæmdir færu á fullt í sumar. Þær eru hins vegar ekki enn hafnar en í útboðsskilmálum var gert ráð fyrir að verkinu yrði að fullu lokið 30. september á næsta ári. Vegagerðin telur núna að það muni ekki nást. „Eins og staðan er núna þá gerum við ráð fyrir verklokum í lok árs 2026,“ segir Sigríður Inga Sigurðardóttir, sérfræðingur á samskiptadeild Vegagerðarinnar. Minni brúin yfir Djúpafjörð. Fjær sér á fyrirhugaðan áningarstað á Grónesi, milli Gufufjarðar og Djúpafjarðar.Vegagerðin „Málið er enn til meðferðar hjá Kærunefnd útboðsmála og er þar í ferli. Það er óljóst hvenær niðurstaða fæst og þá hvenær verður samið. Vegagerðin vonast til að það leysist sem fyrst úr þessu máli svo hægt verði að hefja framkvæmdir,“ segir Sigríður. Tilboðin sem var hafnað voru annarsvegar frá Vörubílstjórafélaginu Mjölni á Selfossi, sem átti lægsta boð upp á 1.626 milljónir króna, og hins vegar frá Sjótækni í Reykjavík, upp á 1.705 milljónir króna, en þetta er eitt stærsta útboð ársins hjá Vegagerðinni. Brúin yfir Gufufjörð verður 130 metra löng.Vegagerðin G. Pétur Matthíasson, forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar, sagði fréttastofu fyrr í sumar að tilboðunum hefði verið hafnað þar sem þau stóðust ekki kröfur útboðsins. Stefnt væri á að semja við þriðja lægsta bjóðanda, sem væri Leonhard Nilsen & Sønner. Í verkinu felst annars vegar smíði 58 metra langrar brúar á Djúpafjörð við Grónes og hins vegar 130 metra langrar brúar á Gufufjörð. Innifalið í verkinu er rif á núverandi 119 metra bráðabirgðabrú á Gufufirði. Séð yfir Gufufjörð og bráðabirgðabrúna. Fjær við Grónes sjást vinnuvélar Borgarverks, sem vinnur að gerð fyllinga til undirbúnings brúasmíðinni.KMU Þetta er næstsíðasti áfangi í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. Lokaútboðið er hins vegar eftir; smíði 250 metra langrar stálbogabrúar yfir Djúpafjörð, sem Vegagerðin hefur áætlað að bjóða út fyrripart komandi vetrar. En mun seinkunin á næstsíðasta verkhlutanum hafa áhrif á útboð lokaáfangans, smíði stálbogabrúarinnar, og lok þess verkhluta? Séð yfir Djúpafjörð frá Hallsteinsnesi. Fyllingar eru komnar að stæði fyrirhugaðrar stálbogabrúar, sem er lokaáfanginn í endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.KMU „Þetta hefur ekki áhrif á það útboð,“ svarar Sigríður Inga hjá Vegagerðinni. Borgarverk vinnur þessa dagana að undirbúningsverki fyrir brúasmíðina, sem er gerð fyllinga yfir firðina. „Framkvæmdir ganga ágætlega og vinna við fyllingar í Gufufjörð og Djúpafjörð er nokkurn veginn á áætlun,“ segir Sigríður. Vegagerðin um Gufudalssveit er útskýrð í þessari frétt:
Vegagerð Samgöngur Teigsskógur Reykhólahreppur Úrskurðar- og kærunefndir Tengdar fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3. júlí 2025 16:54 Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29. apríl 2025 18:54 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Vegagerðin hefur hafnað tveimur lægstu tilboðum sem bárust í eitt af stærstu útboðsverkum ársins, smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Þess í stað hefur Vegagerðin ákveðið að ganga til samninga við norskan verktaka, sem átti þriðja lægsta boð. Ákvörðunin hefur verið kærð til Úrskurðarnefndar útboðsmála. 3. júlí 2025 16:54
Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29. apríl 2025 18:54