Enski boltinn

Eigendur West Ham standa við bakið á Allardyce

Sam Allardyce.
Sam Allardyce. nordicphotos/getty
Það gustar um stjórann Sam Allardyce hjá West Ham þessa dagana og flestir sem spá því að hann eigi ekki marga daga eftir ólifaða í stjórastól félagsins. Lið Allardyce var niðurlægt í bikarnum um síðustu helgi að neðrideildarliði Nott. Forest. Leikurinn tapaðist 5-0.

Þrátt fyrir það, og að liðið sé í veseni í deildinni, fékk hann stuðning frá eigendum félagsins, David Sullivan og David Gold.

Þeir birtu stuðningsyfirlýsingu á heimasíðu félagsins þar sem þeir tóku upp hanskann fyrir Allardyce.

"Að sjálfsögðu er ég mjög sáttur við fólk hjá félaginu ætli sér að standa saman á þessum erfiðu tímum. Það var ánægjulegt að sjá eigendurna stíga fram fyrir skjöldu og lýsa yfir stuðningi á opinberum vettvangi. Það skilja allir stöðuna og menn vilja þjappa sér saman," sagði Allardyce en West Ham er í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

"Það þurfa allir að vinna saman svo við getum snúið þessu gengi við. Ég fékk engan stuðning frá síðustu tveim stjórnarmönnum sem ég vann fyrir og var rekinn að ástæðulausu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×