Fótbolti

Zlatan með þrennu í fyrri hálfleik í bikarsigri

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Mynd/AFP
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic skoraði þrennu í fyrri hálfleik þegar Paris St-Germain vann 5-2 sigur á b-deildarliði Brest í frönsku bikarkeppninni í kvöld.

Paris St-Germain var 4-1 yfir í hálfleik og átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum keppninnar.

Zlatan Ibrahimovic skoraði mörkin sín á 10., 39. og 42. mínútu en í millitíðinni kom Thiago Motta liðinu í 2-0 á 15. mínútu. Brest náði að minnka muninn í 1-2 á 33. mínútu.

Ezequiel Lavezzi skoraði fimmta markið á fyrstu mínútu seinni hálfleiksins en leikmenn Brest náðu að minnka muninn í 2-5, mínútu fyrir leikslok.

Zlatan Ibrahimovic spilaði í rétt rúman klukkutíma í þessum leik en hann hefur nú skorað 26 mörk í 24 leikjum í deild, bikar og Meistaradeild á þessu tímabili.

Mynd/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×