Quarashi gefur út fyrsta lagið í áratug Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 07:00 Quarashi kemur saman á einum tónleikum á Þjóðhátíð í Eyjum. „Lagið heitir Rock On og inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi sem á fimmtudag gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár. Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Síðasta platan sem sveitin gaf út er Guerilla Disco en hún kom út árið 2004. Rock On kemur út á Spotify og Youtube og er hluti af stærri útgáfu sem sveitin stefnir á seinna á þessu ári. „Til að ná upprunalega sándinu voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins auk annarra hjálpartækja sem þóttu ómissandi við upptökur á tónlist Quarashi á þessum tíma. Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi við. Quarashi kemur saman aftur á einum tónleikum á þessu ári, í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá stíga allir upprunalegu meðlimirnir á svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson. Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002.Nutu gríðarlegra vinsælda um heim allan * Quarashi seldi um 400.000 plötur á heimsvísu á ferlinum * Sveitin hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill, Eminem, Weezer og Prodigy * Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi Tengdar fréttir Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00 Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Fleiri fréttir Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Lagið heitir Rock On og inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi sem á fimmtudag gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár. Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Síðasta platan sem sveitin gaf út er Guerilla Disco en hún kom út árið 2004. Rock On kemur út á Spotify og Youtube og er hluti af stærri útgáfu sem sveitin stefnir á seinna á þessu ári. „Til að ná upprunalega sándinu voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins auk annarra hjálpartækja sem þóttu ómissandi við upptökur á tónlist Quarashi á þessum tíma. Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi við. Quarashi kemur saman aftur á einum tónleikum á þessu ári, í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá stíga allir upprunalegu meðlimirnir á svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson. Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002.Nutu gríðarlegra vinsælda um heim allan * Quarashi seldi um 400.000 plötur á heimsvísu á ferlinum * Sveitin hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill, Eminem, Weezer og Prodigy * Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi
Tengdar fréttir Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00 Mest lesið Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun Tíska og hönnun Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Bakið er hætt að hefna sín Lífið samstarf Iðnaðarmaður ársins 2025 - Máni er kominn í úrslit Lífið samstarf Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Fleiri fréttir Sigur Rós í Handmaids Tale Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00