Quarashi gefur út fyrsta lagið í áratug Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 13. maí 2014 07:00 Quarashi kemur saman á einum tónleikum á Þjóðhátíð í Eyjum. „Lagið heitir Rock On og inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi sem á fimmtudag gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár. Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Síðasta platan sem sveitin gaf út er Guerilla Disco en hún kom út árið 2004. Rock On kemur út á Spotify og Youtube og er hluti af stærri útgáfu sem sveitin stefnir á seinna á þessu ári. „Til að ná upprunalega sándinu voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins auk annarra hjálpartækja sem þóttu ómissandi við upptökur á tónlist Quarashi á þessum tíma. Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi við. Quarashi kemur saman aftur á einum tónleikum á þessu ári, í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá stíga allir upprunalegu meðlimirnir á svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson. Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002.Nutu gríðarlegra vinsælda um heim allan * Quarashi seldi um 400.000 plötur á heimsvísu á ferlinum * Sveitin hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill, Eminem, Weezer og Prodigy * Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi Tengdar fréttir Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Lagið heitir Rock On og inniheldur vísanir í upphafsár Quarashi,“ segir Sölvi Blöndal, meðlimur hljómsveitarinnar Quarashi sem á fimmtudag gefur út sitt fyrsta nýja lag í tíu ár. Quarashi er ein vinsælasta hljómsveit Íslandssögunnar en hún var stofnuð árið 1996 og starfaði til ársins 2005. Síðasta platan sem sveitin gaf út er Guerilla Disco en hún kom út árið 2004. Rock On kemur út á Spotify og Youtube og er hluti af stærri útgáfu sem sveitin stefnir á seinna á þessu ári. „Til að ná upprunalega sándinu voru grafnar upp upptökugræjur sem voru í notkun í byrjun tíunda áratugarins auk annarra hjálpartækja sem þóttu ómissandi við upptökur á tónlist Quarashi á þessum tíma. Við reyndum að endurskapa stemninguna árið 1996,“ bætir Sölvi við. Quarashi kemur saman aftur á einum tónleikum á þessu ári, í Herjólfsdal á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Þá stíga allir upprunalegu meðlimirnir á svið; Höskuldur Ólafsson, Steinar Fjeldsted og Ómar „Swarez“ Hauksson. Auk þess verður Egill „Tiny“ Thorarensen með bandinu en hann kom í stað Höskuldar þegar hann yfirgaf sveitina árið 2002.Nutu gríðarlegra vinsælda um heim allan * Quarashi seldi um 400.000 plötur á heimsvísu á ferlinum * Sveitin hefur unnið með heimsþekktum listamönnum eins og Cypress Hill, Eminem, Weezer og Prodigy * Allar breiðskífur sveitarinnar fóru í gullsölu á Íslandi
Tengdar fréttir Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00 Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Quarashi snýr aftur á Þjóðhátíð Hljómsveitin Quarashi kemur aftur saman á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. 10. apríl 2014 09:00