Farvegur fyrir frjálsa og milliliðalausa útgáfu listamanna Valgerður Þ. Jónsdóttir skrifar 23. október 2014 10:30 Brynjólfur Ólason, grafískur hönnuður, Aðalsteinn Eyþórsson myndlistarmaður, og Jón Pálsson rithöfundur. Listamennirnir Aðalsteinn Eyþórsson, Jón Pálsson og Brynjólfur Ólason tóku nýverið höndum saman og stofnuðu samtökin Höfundaútgáfan og í tengslum við hana vefsíðuna hofundur.net. „Markmiðið er að vera vettvangur höfunda skáldverka, fræðirita, tónlistar og sjónrænna lista sem vilja gefa verk sín út sjálfir milliliðalaust,“ segir Aðalsteinn og bætir við að vitaskuld sé meiningin að höfundar fái sem mest í sinn hlut af andvirði seldra verka. Auk þess að halda úti heimasíðunni þar sem verk höfunda eru kynnt og boðin til sölu, aðstoðar Höfundaútgáfan listamenn við útgáfu verka sinna. Í því felst að hafa milligöngu um prentun, prófarkalestur, kynna verkin á samfélagsmiðlum og hvetja til umræðu um þau. „Við miðlum þjónustunni, en sjáum ekki um framkvæmdina sem slíka. Til að standa straum af tilfallandi kostnaði gerum við ráð fyrir félagsgjöldum. Höfundaútgáfan er ekki fyrirtæki heldur samtök höfunda, sem rekin eru af hugsjón en ekki vegna hagnaðarsjónarmiða.“ Aukinheldur er hofundur.net kynningar- og söluvettvangur fyrir þá sem þegar hafa gefið út verk sín á eigin kostnað. Á síðunni eru verk eftir stofnendur hennar og fleiri. Til að mynda er þar Söngbók – Libretto Ragnheiðar óperu eftir Friðrik Erlingsson og ljóðabókin Kysstu kysstu steininn – küsse küss den stein eftir Egil Ólafsson. Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Listamennirnir Aðalsteinn Eyþórsson, Jón Pálsson og Brynjólfur Ólason tóku nýverið höndum saman og stofnuðu samtökin Höfundaútgáfan og í tengslum við hana vefsíðuna hofundur.net. „Markmiðið er að vera vettvangur höfunda skáldverka, fræðirita, tónlistar og sjónrænna lista sem vilja gefa verk sín út sjálfir milliliðalaust,“ segir Aðalsteinn og bætir við að vitaskuld sé meiningin að höfundar fái sem mest í sinn hlut af andvirði seldra verka. Auk þess að halda úti heimasíðunni þar sem verk höfunda eru kynnt og boðin til sölu, aðstoðar Höfundaútgáfan listamenn við útgáfu verka sinna. Í því felst að hafa milligöngu um prentun, prófarkalestur, kynna verkin á samfélagsmiðlum og hvetja til umræðu um þau. „Við miðlum þjónustunni, en sjáum ekki um framkvæmdina sem slíka. Til að standa straum af tilfallandi kostnaði gerum við ráð fyrir félagsgjöldum. Höfundaútgáfan er ekki fyrirtæki heldur samtök höfunda, sem rekin eru af hugsjón en ekki vegna hagnaðarsjónarmiða.“ Aukinheldur er hofundur.net kynningar- og söluvettvangur fyrir þá sem þegar hafa gefið út verk sín á eigin kostnað. Á síðunni eru verk eftir stofnendur hennar og fleiri. Til að mynda er þar Söngbók – Libretto Ragnheiðar óperu eftir Friðrik Erlingsson og ljóðabókin Kysstu kysstu steininn – küsse küss den stein eftir Egil Ólafsson.
Menning Mest lesið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Lífið Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Lífið Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs Lífið „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Tíska og hönnun Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Lífið Kaupir fjórða húsið við sömu götu Lífið Er hægt að komast yfir framhjáhald? Lífið Kristján Einar leitar sér aðstoðar Lífið Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Lífið Fleiri fréttir Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira