Bréf frá Kobane Susan Rafik Hama skrifar 23. október 2014 10:54 Þetta bréf er ekki skrifað af Kleópötru, drottning Egyptalands 30 f. Kr., sem reyndi að verja konungsríki sitt frá Rómverjum, það er ekki ritað af Esther, gyðingastúlkunni, sem bjargaði Gyðingum frá útrýmingu í Persaríki, en það er frá stúlku sem líkt of þær reis upp gegn ranglæti og ofbeldi. Bréfið er frá ungri baráttukonu í Kobane í Kúrdistan til mömmu hennar, til heimsins alls. Þessi unga kona barðist við öfgahópa og fórnaði lífi sinu fyrir mig og þig og mannkynnið. Bréfið er skrifað á arabísku sem endurspeglar þá staðreynd að stjórnvöld á þessu svæði eru á móti því að Kúrdar læri sitt eigið tungumál. Elsku besta mamma ég hef það fínt. Í gær héldum við upp 19 ára afmælið mitt. Ég held að ég sé 19 ára. Azand vinur okkar söng fyrir okkur lag um mömmu. Það minnti mig á þig og ég fór strax að gráta. Azad er með mjög fallega rödd, hann fór sjálfur að gráta vegna þess að hann hafði ekki séð mömmu sína í eitt ár. Við hjúkruðum einum af vinum okkar í gær sem fékk tvö skot í sig, hann vissi sjálfur um eitt og benti á efri hluta bringunnar en hann fékk einnig skot í mittið, hann þurfti á blóði að halda og ég gaf honum mitt blóð. Við erum í austur Kobane mamma, það eru ekki nema 100 metrar á milli okkar og hryðjuverkamannanna. Við sjáum svarta fánann þeirra. Við heyrum samtal þeirra og reynum að skilja þá en við skiljum þá ekki því þeir nota öðruvísi tungumál, en við vitum að þeir eru hræddir. Við erum hópur af níu ungum einstaklingum. Sá yngsti í hópnum heitir Rasho, hann er frá Afrin. Hann hefur tekið þátt í baráttu gegn hryðjuverkahópum annars staðar eins og í Tel beida og nú vill hann verja borgina með okkur. Alan kemur næst, hann er frá Qamishlo. Hann er af velefnaðri fjölskyldu sem er kölluð Qadubag, hann hefur einnig tekið þátt í stríðsátökum. Hann segir að hann sé 20 ára. Hann bætti svo við að hann var pínu óþekkur þegar hann var krakki, síðan hló hann og sagði að hann hafi meira að segja verið ástfanginn af nágrannastelpu hans sem hét Aveen. Elstur í hópnum er hann Darseem frá Qandeel en konan hans var líflátin (drepin) af Tyrkjum í Diarbakir. Darseem á eina stelpu, Helen heitir hún og hann er með húðflúr af nafni hennar á handleggnum. Darseem segir að hann hafi ekki enn séð dóttir sína. Við erum í húsi fyrir utan bæ mamma, við vitum ekki hver eigandinn er. Á veggnum hanga tvær myndir, ein er af gömlum manni og hin er af ungum dreng. Svört slaufa er í kringum myndina af unga drengnum sem þýðir að hann hefur dáið eða verið drepinn af öfgahópnum. Einnig er mynd af Qasi Muhammed, Mula Mustafa Barzani og gamalt kort af Ottóman sem er 400 ára gamalt og ég sé nafn Kúrdistan á því. Það er langt síðan við drukkum kaffi mamma en við lærðum að lífið er fallegt með eða án kaffis. Ég verð að viðurkenna mamma að það er ekki til bragðbetra kaffi en kaffið þitt. Við erum að verja saklausa borg, borg sem hefur aldrei gert öðrum mein heldur hefur veitt öðrum, sérstaklega Sýrlendingum, skjól og hjálp. Í þessari borg búa múslimar, það sést mjög vel vegna hversu margar moskur eru í borginni. Við ætlum ekki einungis að hjálpa þeim heldur ætlum við líka að verja menningu og helga staði þeirra frá Tatar u Maxol (Miðalda öfgahópa sem komu frá Mið-Asíu og gerðu það sama og ISIS að gera í dag). Ég heimsæki þig mamma þegar þessu stríði sem ekkert okkar bjóst við lýkur. Vinur minn Darseem vill líka sjá þig áður en hann fer aftur til Diarbakir til að faðma Helenu, dóttur sína. Við söknum ykkar öll mamma og við hlökkum til að sjá ykkur en þetta stríð skilur ekki hvað það þýðir að sakna. Ég sé þig kannski ekki aftur en vertu viss mamma mín að mig hefur dreymt um þig mjög oft en það eru kannski ekki mín örlög að sjá þig aftur. Ég er alveg viss um að þú komir til Kobani einn daginn í leit að húsinu þar sem ég lifði síðustu stundir mínar og kannski finna ilminn af mér. Þetta hús er í austurhluta borgarinnar og á því eru mörg göt af völdum leyniskytta. Húsið er með græna útidyrahurð og hún er líka mjög götótt. Það eru einnig þrír gluggar, einn af þeim er austan megin. Þú sérð nafnið mitt skrifað með rauðu bleki. Þú munt sjá að bak við þennan glugga kvaddi ég lífið. Ég stóð þar og horfði á hvernig sólargeislarnir komu inn í herbergið í gegnum kúlnagötin. Mamma, á bak við þennan glugga söng Azad síðasta mömmulagið fyrir okkur. Röddin hans var eins falleg og fjöllin. Hann var með dásamlega rödd þegar hann sagði „Ég sakna þín mamma, ég sakna þín“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta bréf er ekki skrifað af Kleópötru, drottning Egyptalands 30 f. Kr., sem reyndi að verja konungsríki sitt frá Rómverjum, það er ekki ritað af Esther, gyðingastúlkunni, sem bjargaði Gyðingum frá útrýmingu í Persaríki, en það er frá stúlku sem líkt of þær reis upp gegn ranglæti og ofbeldi. Bréfið er frá ungri baráttukonu í Kobane í Kúrdistan til mömmu hennar, til heimsins alls. Þessi unga kona barðist við öfgahópa og fórnaði lífi sinu fyrir mig og þig og mannkynnið. Bréfið er skrifað á arabísku sem endurspeglar þá staðreynd að stjórnvöld á þessu svæði eru á móti því að Kúrdar læri sitt eigið tungumál. Elsku besta mamma ég hef það fínt. Í gær héldum við upp 19 ára afmælið mitt. Ég held að ég sé 19 ára. Azand vinur okkar söng fyrir okkur lag um mömmu. Það minnti mig á þig og ég fór strax að gráta. Azad er með mjög fallega rödd, hann fór sjálfur að gráta vegna þess að hann hafði ekki séð mömmu sína í eitt ár. Við hjúkruðum einum af vinum okkar í gær sem fékk tvö skot í sig, hann vissi sjálfur um eitt og benti á efri hluta bringunnar en hann fékk einnig skot í mittið, hann þurfti á blóði að halda og ég gaf honum mitt blóð. Við erum í austur Kobane mamma, það eru ekki nema 100 metrar á milli okkar og hryðjuverkamannanna. Við sjáum svarta fánann þeirra. Við heyrum samtal þeirra og reynum að skilja þá en við skiljum þá ekki því þeir nota öðruvísi tungumál, en við vitum að þeir eru hræddir. Við erum hópur af níu ungum einstaklingum. Sá yngsti í hópnum heitir Rasho, hann er frá Afrin. Hann hefur tekið þátt í baráttu gegn hryðjuverkahópum annars staðar eins og í Tel beida og nú vill hann verja borgina með okkur. Alan kemur næst, hann er frá Qamishlo. Hann er af velefnaðri fjölskyldu sem er kölluð Qadubag, hann hefur einnig tekið þátt í stríðsátökum. Hann segir að hann sé 20 ára. Hann bætti svo við að hann var pínu óþekkur þegar hann var krakki, síðan hló hann og sagði að hann hafi meira að segja verið ástfanginn af nágrannastelpu hans sem hét Aveen. Elstur í hópnum er hann Darseem frá Qandeel en konan hans var líflátin (drepin) af Tyrkjum í Diarbakir. Darseem á eina stelpu, Helen heitir hún og hann er með húðflúr af nafni hennar á handleggnum. Darseem segir að hann hafi ekki enn séð dóttir sína. Við erum í húsi fyrir utan bæ mamma, við vitum ekki hver eigandinn er. Á veggnum hanga tvær myndir, ein er af gömlum manni og hin er af ungum dreng. Svört slaufa er í kringum myndina af unga drengnum sem þýðir að hann hefur dáið eða verið drepinn af öfgahópnum. Einnig er mynd af Qasi Muhammed, Mula Mustafa Barzani og gamalt kort af Ottóman sem er 400 ára gamalt og ég sé nafn Kúrdistan á því. Það er langt síðan við drukkum kaffi mamma en við lærðum að lífið er fallegt með eða án kaffis. Ég verð að viðurkenna mamma að það er ekki til bragðbetra kaffi en kaffið þitt. Við erum að verja saklausa borg, borg sem hefur aldrei gert öðrum mein heldur hefur veitt öðrum, sérstaklega Sýrlendingum, skjól og hjálp. Í þessari borg búa múslimar, það sést mjög vel vegna hversu margar moskur eru í borginni. Við ætlum ekki einungis að hjálpa þeim heldur ætlum við líka að verja menningu og helga staði þeirra frá Tatar u Maxol (Miðalda öfgahópa sem komu frá Mið-Asíu og gerðu það sama og ISIS að gera í dag). Ég heimsæki þig mamma þegar þessu stríði sem ekkert okkar bjóst við lýkur. Vinur minn Darseem vill líka sjá þig áður en hann fer aftur til Diarbakir til að faðma Helenu, dóttur sína. Við söknum ykkar öll mamma og við hlökkum til að sjá ykkur en þetta stríð skilur ekki hvað það þýðir að sakna. Ég sé þig kannski ekki aftur en vertu viss mamma mín að mig hefur dreymt um þig mjög oft en það eru kannski ekki mín örlög að sjá þig aftur. Ég er alveg viss um að þú komir til Kobani einn daginn í leit að húsinu þar sem ég lifði síðustu stundir mínar og kannski finna ilminn af mér. Þetta hús er í austurhluta borgarinnar og á því eru mörg göt af völdum leyniskytta. Húsið er með græna útidyrahurð og hún er líka mjög götótt. Það eru einnig þrír gluggar, einn af þeim er austan megin. Þú sérð nafnið mitt skrifað með rauðu bleki. Þú munt sjá að bak við þennan glugga kvaddi ég lífið. Ég stóð þar og horfði á hvernig sólargeislarnir komu inn í herbergið í gegnum kúlnagötin. Mamma, á bak við þennan glugga söng Azad síðasta mömmulagið fyrir okkur. Röddin hans var eins falleg og fjöllin. Hann var með dásamlega rödd þegar hann sagði „Ég sakna þín mamma, ég sakna þín“
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun