Söng- og leikkonan Selma Björnsdóttir er þessa dagana stödd í Toronto í Kanada í vinnuferð.
Hún birti skemmtilega mynd af sér og Ásgeiri Trausta á Facebook-síðu sinni í vikunni, en hún hitti hann alveg óvænt úti á götu þar.
„Heimurinn er fáránlega lítill! Rákumst á Ásgeir Trausta og hljómsveit á leiðinni heim úr vinnunni í dag. Ætlum á tónleika með þeim í kvöld á Lee's Palace. Íslendingar eru að taka Toronto yfir,“ skrifaði hún við myndina.
