Innlent

Þúsund manns skora á aðila í Herjólfsdeilu

Um það bil þúsund manns höfðu í gærkvöldi skrifað nöfn sín á undirskriftalista á netinu, þar sem þess er krafist að deilendur í verkfalli undirmanna á Herjólfi setjist niður, og standi ekki upp fyrr en um semst.

Undirskriftasöfnunin hófst í gærmorgun og sýna viðbrögðin hversu málið brennur á Eyjamönnum og reyndar fleirum, segir í Eyjafréttum.

Mikið ber enn í milli í deilunni og í gær hafði ekki verið boðað til nýs samningafundar, eftir að sá síðasti fór út um þúfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×