Innlent

Hælisleitendur segja frá

Stefán Árni Pálsson skrifar
Málþingið Hælisleitendur segja frá verður haldið fimmtudaginn 20. mars.
Málþingið Hælisleitendur segja frá verður haldið fimmtudaginn 20. mars.
Málþingið Hælisleitendur segja frá verður haldið fimmtudaginn 20. mars kl.12:00-13:00 í stofu 101,  Lögbergi í Háskóla Íslands. Málþingið mun fara fram á ensku og  er aðgangur er öllum opinn.

Farið verður yfir hvernig túlka hælisleitendur sjálfir líf sitt á Íslandi og hvaða áskoranir felur það í sér? Hverjar eru vonir þeirra um framtíðina?

Starfshópur stúdenta stendur fyrir málþinginu í samstarfi við Rauða krossinn á Íslandi, MARK (Miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna) og námsbrautar í mannfræði við Háskóla Íslands.

Á málþinginu segja tveir hælisleitendur frá reynslu sinni af því að vera hælisleitandi á Íslandi. Málþingið er hið fyrsta í röð málþinga með hælisleitendum, þar sem leitast verður við að ljá þeim rödd.

Tilgangur málþingsins er að skapa vettvang fyrir raddir hælisleitenda þar sem fræðifólk, nemendur og almenningur geta fengið innsýn inn í þennan mikilvæga málaflokk út frá sjónarhorni einstaklinganna sjálfra og jafnframt með því að kynnast einstaklingunum sem eru að baki hverri hælisumsókn.

Málþingunum er þannig ætlað að skapa vettvang þar sem hælisleitendur geta tjáð sig sjálfir um sín eigin mál og aðstæður.

Í upphafi fundarins mun forsvarsmaður starfshóps stúdenta um hælisleitendur flytja stutt ávarp sem segir frá tilkomu málþinganna, og tveir hælisleitendur munu segja frá reynslu sinni á Íslandi. 

Frjálsar umræður verða svo í lok erindanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×