Innlent

Hundrað umsóknir borist um fjárhagsaðstoð við gjaldþrotaskipti

Unnur Elfa Hallsteinsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Í byrjun þessa árs tóku gildi lög um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.

Er lögunum ætlað að auðvelda þeim einstaklingum, er eiga í verulegum greiðsluörðugleikum, að fara fram á gjaldþrotaskipti á búi sínu. Geta þá þeir er standa frammi fyrir yfirvofandi gjaldþroti sótt um slíka fjárhagsaðstoð hjá umboðsmanni skuldara. Sé umsókn samþykkt hefur það í för með sér að skiptakostnaður við gjaldþrot greiðist af ríkinu, en slíkur kostnaður getur numið allt að 250 000 krónum.

Samkvæmt Svanborgu Sigmarsdóttur, fjölmiðlafulltrúa hjá umboðsmanni skuldara, hafa 100 umsóknir um fjárhagsaðstoð við gjaldþrot borist. Að svo stöddu hafi tólf umsóknir hlotið samþykki en þremur  hafi verið synjað á grundvelli þess að þær uppfylli ekki tiltekin skilyrði. Þá hefur greiðsla á skiptakostnaði á grundvelli einnar umsóknar nú þegar farið fram.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×