Leiknir og Þróttur með fullt hús stiga | Aftur vann Grindavík ÍA Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. maí 2014 19:11 Jósef Kristinn Jósefsson skoraði í sigri Grindvíkinga á ÍA í 1. deildinni í dag. Vísir/Vilhelm Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Leiknir R. er með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Breiðholtinu. Sindri Björnsson og Óttar Bjarni Guðmundsson skoruðu mörk Leiknismanna í seinni hálfleik. Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu Aarons Spear, leikmanns Vestfirðinga, í uppbótartíma. Þróttur R. er einnig með sex stig, en liðið bar sigurorð af KA í dag með þremur mörkum gegn einu. Vilhjálmur Pálmason - sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Haukum í fyrstu umferðinni - kom Þrótturum yfir snemma leiks, en Arsenij Buinickij jafnaði leikinn á 20. mínútu. Fimmtán mínútum síðar kom Matthew Eliason Þrótti yfir á nýjan leik og hann gulltryggði svo sigurinn með marki um miðjan seinni hálfleik. Grindavík vann 3-2 sigur á ÍA í hörkuleik, en liðin áttust einnig við í Borgunarbikarnum fyrr í vikunni þar sem Grindvíkingar höfðu betur, 4-1.Eggert Kári Karlsson kom Skagamönnum yfir í leiknum í dag á 17. mínútu, en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma. Grindvíkingar komust svo yfir með sjálfsmarki Arnórs Snæs Guðmundssonar á 50. mínútu og Tomislav Misura bætti svo við forystuna á 74. mínútu. Garðar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Selfyssingar unnu góðan 0-1 sigur á Víkingum frá Ólafsvík í leik sem fór fram í Akraneshöllinni. Það var Elton Renato Livramento Barros sem skoraði markið á 90. mínútu. Þá skildu Tindastóll og KV jöfn 2-2 á KA-vellinum. Brynjar Orri Bjarnason og Magnús Bernhard Gíslason komu Vesturbæjarliðinu í 0-2 í fyrri hálfleik, en Stólarnir gáfust ekki upp. Mark Magee minnkaði muninn á 70. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Loftur Páll Eiríksson metin. Í gær gerðu HK og Haukar 1-1 jafntefli í Kórnum.Úrslit 2. umferðar: Leiknir R. 2-0 BÍ/Bolungarvík Þróttur R. 3-1 KA Grindavík 3-2 ÍA Víkingur Ó. 0-1 Selfoss Tindastóll 2-2 KV HK 1-1 Haukar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli. 10. maí 2014 15:52 ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld. 13. maí 2014 22:33 Jafnt í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn, 1-1, í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. 16. maí 2014 21:47 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Fimm leikir fóru fram í 1. deild karla í dag. Leiknir R. er með fullt hús stiga eftir 2-0 sigur á BÍ/Bolungarvík í Breiðholtinu. Sindri Björnsson og Óttar Bjarni Guðmundsson skoruðu mörk Leiknismanna í seinni hálfleik. Eyjólfur Tómasson varði vítaspyrnu Aarons Spear, leikmanns Vestfirðinga, í uppbótartíma. Þróttur R. er einnig með sex stig, en liðið bar sigurorð af KA í dag með þremur mörkum gegn einu. Vilhjálmur Pálmason - sem skoraði tvö mörk í 4-1 sigri á Haukum í fyrstu umferðinni - kom Þrótturum yfir snemma leiks, en Arsenij Buinickij jafnaði leikinn á 20. mínútu. Fimmtán mínútum síðar kom Matthew Eliason Þrótti yfir á nýjan leik og hann gulltryggði svo sigurinn með marki um miðjan seinni hálfleik. Grindavík vann 3-2 sigur á ÍA í hörkuleik, en liðin áttust einnig við í Borgunarbikarnum fyrr í vikunni þar sem Grindvíkingar höfðu betur, 4-1.Eggert Kári Karlsson kom Skagamönnum yfir í leiknum í dag á 17. mínútu, en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði leikinn eftir rúman hálftíma. Grindvíkingar komust svo yfir með sjálfsmarki Arnórs Snæs Guðmundssonar á 50. mínútu og Tomislav Misura bætti svo við forystuna á 74. mínútu. Garðar Gunnlaugsson minnkaði svo muninn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Selfyssingar unnu góðan 0-1 sigur á Víkingum frá Ólafsvík í leik sem fór fram í Akraneshöllinni. Það var Elton Renato Livramento Barros sem skoraði markið á 90. mínútu. Þá skildu Tindastóll og KV jöfn 2-2 á KA-vellinum. Brynjar Orri Bjarnason og Magnús Bernhard Gíslason komu Vesturbæjarliðinu í 0-2 í fyrri hálfleik, en Stólarnir gáfust ekki upp. Mark Magee minnkaði muninn á 70. mínútu og í uppbótartíma jafnaði Loftur Páll Eiríksson metin. Í gær gerðu HK og Haukar 1-1 jafntefli í Kórnum.Úrslit 2. umferðar: Leiknir R. 2-0 BÍ/Bolungarvík Þróttur R. 3-1 KA Grindavík 3-2 ÍA Víkingur Ó. 0-1 Selfoss Tindastóll 2-2 KV HK 1-1 Haukar
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli. 10. maí 2014 15:52 ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld. 13. maí 2014 22:33 Jafnt í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn, 1-1, í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. 16. maí 2014 21:47 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
BÍ/Bolungarvík á toppnum eftir eina umferð | Ólsarar unnu á Akureyri Þrír leikir voru á dagskrá 1. deildar karla í fótbolta í dag þegar fyrstu umferð deildarinnar lauk. BÍ/Bolungarvík er í efsta sæti eftir 4-0 sigur á Tindastóli á heimavelli. 10. maí 2014 15:52
ÍA, Leiknir og Ólafsvíkingar úr leik í bikarnum Víkingur Ólafsvík og ÍA, sem féllu bæði úr Pepsi-deild karla í haust, eru úr leik í Borgunarbikarkeppni karla en fjölmargir leikir í 2. umferð fóru fram í kvöld. 13. maí 2014 22:33
Jafnt í Kórnum HK og Haukar skildu jöfn, 1-1, í eina leik kvöldsins í 1. deild karla í knattspyrnu. 16. maí 2014 21:47