Kom fram á milli tveggja goðsagna Ólöf Skaftadóttir skrifar 20. mars 2014 12:47 „Þetta var ótrúlega mikill heiður að fá að spila á tónleikum með svona stórum nöfnum,“ segir Karin Sveinsdóttir, söngkona sveitarinnar Highlands, sem hún skipar ásamt Loga Pedro Stefánssyni, en þau spiluðu á Stopp – Gætum garðsins tónleikunum í Hörpu á þriðjudag. Highlands komu fram á eftir Björk og áður en Patti Smith steig á svið. „Þetta voru bara þriðju tónleikarnir okkar þannig að það var stress að vera að spila þarna mitt á milli Bjarkar og Patti Smith, en það gekk vel. Þessir tónleikar voru þeir stærstu sem við höfum spilað á,“ segir Karin jafnframt og heldur áfram. „Þeir voru frábærir rétt eins og önnur gigg sem við höfum verið á, við skemmtum okkur alltaf jafn vel.“ Á tónleikunum kom fjöldinn allur af listamönnum fram, ásamt Patti Smith og Björk, komu fram Lykke Li, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd stóðu fyrir tónleikunum, en allir listamenn gáfu vinnu sína. Highlands spilar í Fönkþættinum á X-inu í dag og spilar svo á Ak extreme fyrstu helgina í apríl. „Við erum líka alltaf að vinna í nýrri tónlist þannig það er alveg nóg að gera,“ segir hún. Fyrsta smáskífa Highlands kom út á þessu ári, en tónlistarveitan iTunes í Bandaríkjunum mælti með henni á dögunum. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur og það er ekkert nema gaman að iTunes mæli með tónlistinni okkar.“ Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Þetta var ótrúlega mikill heiður að fá að spila á tónleikum með svona stórum nöfnum,“ segir Karin Sveinsdóttir, söngkona sveitarinnar Highlands, sem hún skipar ásamt Loga Pedro Stefánssyni, en þau spiluðu á Stopp – Gætum garðsins tónleikunum í Hörpu á þriðjudag. Highlands komu fram á eftir Björk og áður en Patti Smith steig á svið. „Þetta voru bara þriðju tónleikarnir okkar þannig að það var stress að vera að spila þarna mitt á milli Bjarkar og Patti Smith, en það gekk vel. Þessir tónleikar voru þeir stærstu sem við höfum spilað á,“ segir Karin jafnframt og heldur áfram. „Þeir voru frábærir rétt eins og önnur gigg sem við höfum verið á, við skemmtum okkur alltaf jafn vel.“ Á tónleikunum kom fjöldinn allur af listamönnum fram, ásamt Patti Smith og Björk, komu fram Lykke Li, Retro Stefson, Of Monsters and Men, Samaris, Mammút og Highlands. Náttúruverndarsamtök Íslands og Landvernd stóðu fyrir tónleikunum, en allir listamenn gáfu vinnu sína. Highlands spilar í Fönkþættinum á X-inu í dag og spilar svo á Ak extreme fyrstu helgina í apríl. „Við erum líka alltaf að vinna í nýrri tónlist þannig það er alveg nóg að gera,“ segir hún. Fyrsta smáskífa Highlands kom út á þessu ári, en tónlistarveitan iTunes í Bandaríkjunum mælti með henni á dögunum. „Við höfum fengið gríðarlega góðar viðtökur og það er ekkert nema gaman að iTunes mæli með tónlistinni okkar.“
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira