Poklonskaya hélt sinn fyrsta blaðamannafund 11. mars. Skömmum tíma síðar hafði myndbandi af fundinum verið endurtíst (e. retweet) 10.000 sinnum. Einn aðdándi sagði "Heill sé drottningunni", og teiknaðar myndir af Poklonskaya fylltu margar vefsíður.
Sérlega er hún vinsæl í Japan, en ótal teiknimyndir í svokölluðum „anime"-stíl af henni fyrirfinnast á samfélagssíðum þar sem listamenn deila verkum sínum.
Eftir að persónulegar ljósmyndir þar sem Poklonskaya situr fyrir, meðal annars liggjandi í sófa, fundust á netsamfélagsmiðlum hefur hún orðið stórstjarna á veraldarvefnum.
Natalia er aðeins 33 ára gömul en hefur 12 ára reynslu af stjórnsýslustörfum. Poklonskaya virðist vera hliðholl Rússlandsforseta Vladimir Pútín, en hún hefur kallað úkraínsk yfirvöld „djöfla". Er hún þá dyggur stuðningsmaður sjálfstæðis Krímskaga.
