Innlent

Áhöfn Norrænu vísaði á 120 grömm af ametamíni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/GVA
Skipstjóri Norrænu hafði samband við tollayfirvöld við tollafreiðslu ferjunnar fyrr í dag. Vísaði hann tollvörðum á torkennilegan pakka sem búið var að fela upp í lofttúðu á salerni skipsins. Í pakkanum reyndust 120 grömm af efni sem við prófun svaraði sem amfetamín.

Tveir tollverðir fóru um borð ásamt fíkniefnahundi tollgæslunnar og fundu pakkann. Í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði segir að tollverðirnir hafi notað tækifærið og prófað hæfni hundsins sem svaraði umsvifalaust og merkti pakkann.

Útlit er fyrir að pakkanum hafi verið komið fyrir í lofttúðunni fyrir allnokkru síðan, því umbúðirnar voru farnar að láta á sjá. Lögreglan á Seyðisfirði hefur málið til rannsóknar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×