Dagur segir að orð hans hafi verið rangtúlkuð Stefán Árni Pálsson skrifar 10. febrúar 2014 10:40 Kosningarnar leggjast vel í Dag B. Eggertsson. Dagur B. Eggertsson segir að orð hans í morgunútvarpi Rásar 2 hafi verið rangtúlkuð en orð Dags hafa verið túlkuð á þá leið að hann hafi ekki áhuga á að sitja í minnihluta á næsta kjörtímabili. „Ég sagði alls ekki að mér hugnaðist ekki að vera í minnihluta,“ segir Dagur B. í samtali við Vísi. Bæjarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir höfnuðu í fyrsta og öðru sæti í prófkjöri samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor um helgina en enginn bauð sig fram gegn þeim. Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varð í þriðja sætinu og Kristín Soffía Jónsdóttir hafnaði í fjórða sætinu. Fram kom í frétt á vefsíðu RÚV í dag að óvíst væri hvort Dagur B. hefði áhuga á því að sitja næsta kjörtímabil í minnihluta. Dagur var í viðtali í morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Aðspurður hvort að hann muni nenna því aftur að vera í minnihluta svarar Dagur: „Þetta er ekki spurning um nennu. Þetta er meira spurning um að ef ég fæ mjög neikvæð skilaboð í kosningunum að þá hlýt ég að fara yfir það. Við erum ekki í þessu sjálfrar okkar vegna heldur af því að einhver hefur falið okkur umboð til að vinna fyrir þeirra hönd, ef það umboð er mjög veikt þá hlýtur maður að skoða þá stöðu, ef að það umboð er sterkt að þá hlýtur maður að standa undir því,“ sagði Dagur í morgun útvarpinu í morgun. „Kosningar eru þess eðlis að völdin eru hjá þeim sem kjósa en ekki hjá þeim sem eru í framboði," sagði Dagur í samtali við Vísi. „Mér finnst einfaldlega eðlilegt að ef maður fær mikinn skell að maður hlusti á þau skilaboð, rétt eins og ef maður fær sterka kosningu þá standi maður undir því. Það sem ég var í raun að segja var að ég mun hlusta á rödd borgarbúa í aðdraganda kosninganna og kosningunum sjálfum.“ Dagur tekur kosningar mjög alvarlega og að þær gefi tóninn fyrir framhaldið. „Ég mun ekki gera það að einhverjum úrslitakosti hvort ég verði borgarstjóri eða ekki og það var raun spurningin sem ég var að svara í morgunútvarpinu. Ég er hinsvegar til ef borgarbúar eru til. Kosningarnar leggjast mjög vel í mig og ég finn fyrir miklum meðbyr meðal borgarbúa. Ég finn fyrir því að fólk metur þann stöðuleika og festu sem tekist hefur að ná í stjórn borgarinnar. Það vill greinilega ekki fá upp gamla ófriðinn aftur.“ Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Dagur B. Eggertsson segir að orð hans í morgunútvarpi Rásar 2 hafi verið rangtúlkuð en orð Dags hafa verið túlkuð á þá leið að hann hafi ekki áhuga á að sitja í minnihluta á næsta kjörtímabili. „Ég sagði alls ekki að mér hugnaðist ekki að vera í minnihluta,“ segir Dagur B. í samtali við Vísi. Bæjarfulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Björk Vilhelmsdóttir höfnuðu í fyrsta og öðru sæti í prófkjöri samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningar í vor um helgina en enginn bauð sig fram gegn þeim. Hjálmar Sveinsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingar, varð í þriðja sætinu og Kristín Soffía Jónsdóttir hafnaði í fjórða sætinu. Fram kom í frétt á vefsíðu RÚV í dag að óvíst væri hvort Dagur B. hefði áhuga á því að sitja næsta kjörtímabil í minnihluta. Dagur var í viðtali í morgunútvarp Rásar 2 í morgun. Aðspurður hvort að hann muni nenna því aftur að vera í minnihluta svarar Dagur: „Þetta er ekki spurning um nennu. Þetta er meira spurning um að ef ég fæ mjög neikvæð skilaboð í kosningunum að þá hlýt ég að fara yfir það. Við erum ekki í þessu sjálfrar okkar vegna heldur af því að einhver hefur falið okkur umboð til að vinna fyrir þeirra hönd, ef það umboð er mjög veikt þá hlýtur maður að skoða þá stöðu, ef að það umboð er sterkt að þá hlýtur maður að standa undir því,“ sagði Dagur í morgun útvarpinu í morgun. „Kosningar eru þess eðlis að völdin eru hjá þeim sem kjósa en ekki hjá þeim sem eru í framboði," sagði Dagur í samtali við Vísi. „Mér finnst einfaldlega eðlilegt að ef maður fær mikinn skell að maður hlusti á þau skilaboð, rétt eins og ef maður fær sterka kosningu þá standi maður undir því. Það sem ég var í raun að segja var að ég mun hlusta á rödd borgarbúa í aðdraganda kosninganna og kosningunum sjálfum.“ Dagur tekur kosningar mjög alvarlega og að þær gefi tóninn fyrir framhaldið. „Ég mun ekki gera það að einhverjum úrslitakosti hvort ég verði borgarstjóri eða ekki og það var raun spurningin sem ég var að svara í morgunútvarpinu. Ég er hinsvegar til ef borgarbúar eru til. Kosningarnar leggjast mjög vel í mig og ég finn fyrir miklum meðbyr meðal borgarbúa. Ég finn fyrir því að fólk metur þann stöðuleika og festu sem tekist hefur að ná í stjórn borgarinnar. Það vill greinilega ekki fá upp gamla ófriðinn aftur.“
Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira