Innlent

Týndur ferðamaður fannst í Reykjavík

Baldvin Þormóðsson skrifar
Auðvelt er týnast á leið sinni um hálendið.
Auðvelt er týnast á leið sinni um hálendið. visir/pjetur
Hópur ferðamanna var í rútuferð á leið til Reykjavíkur fyrr í dag þegar upp komst að einn ferðamannanna væri týndur.

Hópurinn hafði ákveðið að fara í fjallgöngu sem að einn ferðamannanna treysti sér ekki í vegna heilsu. Ákvað hann því að ferðast á puttanum til Reykjavíkur. Hann lét hinsvegar engan vita af þessari ákvörðun sinni og var því hringt umsvifalaust í lögregluna á Selfossi þegar upp komst að hann hefði týnst.

Eftir klukkutíma leit náðist samband við manninn, sem var kominn langt á leið sinni til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×