Innlent

200 tonn af sandi á viku í Reykjavík

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sandkassinn á þessari vél tekur um 2 tonn.
Sandkassinn á þessari vél tekur um 2 tonn. mynd/Reykjavíkurborg
30 til 40 tonnum af sandi er dreift á hverjum degi af starfsmönnum Reykjavikurborgar um borgina. Það gera um 200 tonn af sandi á viku.

Sérbúnar dráttarvélar fara með sand eftir stígum og gangstéttum. Í forgangi eru helstu göngu- og hjólastígar, svokallaðir stofnstígar milli borgarhluta og síðan helstu gönguleiðir að strætóbiðstöðvum og skólum sem eiga að vera greiðfærar fyrir klukkan 8 á virkum dögum.

Notaður er þveginn sandur á gönguleiðir en saltblanda við strætóbiðstöðvar.

„Starfsmenn Reykjavíkurborgar leggja sig fram um að sinna vetrarþjónustunni vel,“ segir Guðjóna Björk Sigurðardóttir stjórnandi reksturs og umhirðu borgarlandsins. Auk gönguleiða hefur þurft að sandbera klakann sem er á skóla- og leikskólalóðum.

Guðjóna segir að sýna verði starfsmönnum skilning við þessar síbreytilegu aðstæður, en mikilvægt sé að fá ábendingar. „Við leggjum áherslu á að bregðast vel og hratt við þegar ábendingar berast,“ segir hún og bætir við að best sé að fá ábendingar inn á ábendingavefinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×