Fótbolti

Messi ældi á völlinn í Rúmeníu

Messi á ferðinni í gær.
Messi á ferðinni í gær. vísir/getty
Argentínumaðurinn ótrúlegi, Lionel Messi, lenti enn eina ferðina í því í gær að þurfa að æla í miðjum leik.

Að þessu sinni ældi hann á völlinn í Búkarst eftir aðeins sjö mínútur í leik Argentínu og Rúmeníu í gær. Hann hristi það síðan af sér og lék allan leikinn.

Hann virtist þó ekki vera alveg upp á sitt besta því leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Þetta er í fjórða skiptið á síðustu þrem árum sem Messi ælir inn á vellinum í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×