"Mozart teknósins“ snýr aftur Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 18:00 Aphex Twin er fríður maður. Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir. Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir.
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira