"Mozart teknósins“ snýr aftur Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 18:00 Aphex Twin er fríður maður. Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir. Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir.
Tónlist Mest lesið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira