Óskar eftir nýra - "Nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. mars 2014 22:56 Kristján þarf að mæta þrisvar í viku í blóðhreinsun. MYND/Landspítalinn „Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“ Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira
„Ertu til í að leggja líf þitt í hættu fyrir náunga þinn og gefa annað nýrað þitt?“ spyr Kristján Kristjánsson, 36 ára gamall maður á Facebook–síðu sinni, sem greindist með IGA nýrnamein fyrir 10 árum síðan. Kristján er lýsingahönnuður á verkfræðistofunni Eflu og faðir þriggja barna. Sjúkdómurinn sem hann er haldinn lýsir sér þannig að nýrun hreinsa ekki blóðið og því fara öll óhreinindi aftur út í það í stað þess að nýrun losi sig við þau úr líkamanum. „Það er engin hreinsunarstarfsemi í gangi, nýrun hjá mér eru að virka 5 prósent á meðan þau eru að virka 100 prósent hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingi,“ segir Kristján. „Allar aðgerðir geta verið lífshættulegar, þannig að sá sem gefur nýrað er að leggja sig í vissa hættu. Ég veit ekki hverjar líkurnar á dauða eru nákvæmlega. Sá sem vill gefa nýrað fær sinn lækni og ráðleggingar og upplýsingar hjá lækni með það hvaða áhætta sé fólgin í því að gefa nýra,“ segir Kristján. „Þetta er meiri aðgerð fyrir þann sem gefur en þann sem þiggur.“ Sex manns hafa boðist til þess að gefa Kristjáni nýra en enginn þeirra er í sama blóðflokki og hann. „Það er algjör tilviljun að þeir sem standa mér næst eru ekki í sama blóðflokki og ég,“ segir Kristján, en hann er í blóðflokknum O plús. Kristján mætir í blóðhreinsun þrisvar sinnum í viku. Hann segir meðferðinageta tekið á en hún sé blessun og það sem heldur í honum lífinu. „Ég er þakklátur fyrir þetta meðferðarúrræði,“ segir Kritján. Meðferðin tekur fjóra klukkutíma í senn og við það bætist undirbúningur og annað. „Ætli þetta taki ekki svona fimm klukkutíma í heildina í hvert sinn.“ Hann segir það koma til greina að fá nýra úr látnum einstakling og hann er á biðlista eftir nýrum. Á honum hefur hann verið í tvö ár. „Það er engin leið að segja hversu langan tíma það getur tekið í viðbót, þess vegna einhver ár,“ segir Kristján. Hann hefur þegar fengið talsverð viðbrögð við beiðninni og vonar það besta. „Hvort ég sé vongóður? Ég hef bara ekki hugsað út í það, ég áttaði mig ekki á því að þetta færi svona víða þegar ég setti þetta inn á síðuna mína. En margir hafa nú deilt færslunni.“
Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Ætla að synda frá Elliðaey til Vestmannaeyja Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Sjá meira