"Batnandi mönnum er best að lifa“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 16. febrúar 2014 12:04 Eyrún tekur mark á afsökunarbeiðnum piltanna úr ræðuliði Menntaskólans á Ísafirði og þjálfara þeirra. MYND/EINKASAFN „Ég er ánægð með framgang mála,“ segir Eyrún Björg Guðmundsdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og þátttakandi í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Eyrún þakkar fyrir stuðninginn og ómetanleg viðbrögð við bréfi Ölmu Oddgeirsdóttur, aðstoðarskólameistara MA til stjórnar Morfís. Eins og fram hefur komið voru samskipti Eyrúnar við liðsmenn ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði rakin og voru piltarnir í liðinu sakaðir um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar. Ræðuliðið sendi frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem þeir báðu afsökunar á ummælunum og ógeðsleg orð hefðu fallið sem ekki hefðu átt að heyrast. Liðið sagðist myndu læra af þessu og stefndi í framtíðinni á að sýna öðrum keppendum meiri virðingu. Liðsstjóri ræðuliðsins ákvað í kjölfarið að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segist ekki hafa haft nokkuð með þessi ummæli að gera og hann hafði strax samband við Eyrúnu að keppni lokinni og baðst afsökunar á framferði piltanna.Tekur mark á afsökunarbeiðnunum Eyrún segist taka mark á afsökunarbeiðnunum. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hún. Eyrún segir stuðninginn sem hefur fengið vegna málsins ómetanlegan. Ekki aðeins hafi hún fengið stuðning frá fjölskyldu og vinum heldur hafi fjölmargir sent henni skilaboð í gegnum Facebook og einnig hafi fólk hringt í hana. „Þetta hefur jafnvel verið fólk sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún. Hún ákvað að fylgjast ekki með því sem skrifað er við fréttirnar sem birst hafa af málinu. Mamma hennar hafi séð um það en að hennar sögn voru flest skrifin jákvæð. „Það er auðvitað þannig að þegar það er umfjöllun um mann þá er hún manni í hag að einhverju leyti en líka í óhag. Ég held samt að flestir hafi tekið þessu ósköp vel og verið sammála mér um að svona eigi ekki að líðast,“ segir Eyrún.Beita sér fyrir lagabreytingu Stjórn Morfís sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar lýsti stjórnin yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni þeirra á milli 7. febrúar síðastliðinn. Hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppnina og nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni. Stjórnin hyggst beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
„Ég er ánægð með framgang mála,“ segir Eyrún Björg Guðmundsdóttir, 18 ára nemandi við Menntaskólann á Akureyri og þátttakandi í Morfís, mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla Íslands. Eyrún þakkar fyrir stuðninginn og ómetanleg viðbrögð við bréfi Ölmu Oddgeirsdóttur, aðstoðarskólameistara MA til stjórnar Morfís. Eins og fram hefur komið voru samskipti Eyrúnar við liðsmenn ræðuliðs Menntaskólans á Ísafirði rakin og voru piltarnir í liðinu sakaðir um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar. Ræðuliðið sendi frá sér yfirlýsingu á föstudaginn þar sem þeir báðu afsökunar á ummælunum og ógeðsleg orð hefðu fallið sem ekki hefðu átt að heyrast. Liðið sagðist myndu læra af þessu og stefndi í framtíðinni á að sýna öðrum keppendum meiri virðingu. Liðsstjóri ræðuliðsins ákvað í kjölfarið að hætta sem þjálfari liðsins. Hann segist ekki hafa haft nokkuð með þessi ummæli að gera og hann hafði strax samband við Eyrúnu að keppni lokinni og baðst afsökunar á framferði piltanna.Tekur mark á afsökunarbeiðnunum Eyrún segist taka mark á afsökunarbeiðnunum. „Batnandi mönnum er best að lifa,“ segir hún. Eyrún segir stuðninginn sem hefur fengið vegna málsins ómetanlegan. Ekki aðeins hafi hún fengið stuðning frá fjölskyldu og vinum heldur hafi fjölmargir sent henni skilaboð í gegnum Facebook og einnig hafi fólk hringt í hana. „Þetta hefur jafnvel verið fólk sem ég þekki ekki neitt,“ segir hún. Hún ákvað að fylgjast ekki með því sem skrifað er við fréttirnar sem birst hafa af málinu. Mamma hennar hafi séð um það en að hennar sögn voru flest skrifin jákvæð. „Það er auðvitað þannig að þegar það er umfjöllun um mann þá er hún manni í hag að einhverju leyti en líka í óhag. Ég held samt að flestir hafi tekið þessu ósköp vel og verið sammála mér um að svona eigi ekki að líðast,“ segir Eyrún.Beita sér fyrir lagabreytingu Stjórn Morfís sendi einnig frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Þar lýsti stjórnin yfir andstyggð á framkomu liðs MÍ gagnvart liði MA í keppni þeirra á milli 7. febrúar síðastliðinn. Hátterni liðsmanna MÍ hafi óhreinkað keppnina og nokkuð réttlæti felist í því að liðið hafi tapað viðureigninni. Stjórnin hyggst beita sér fyrir lagabreytingu á næsta aðalfundi til að koma málum af þessu tagi í viðunandi horf.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27 Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00 Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33
Segja hátterni liðsmanna óhreinka MORFÍs Stjórn MORFÍs sendi frá sér tilkynningu í kvöld um hegðun liðsmanna MÍ. 15. febrúar 2014 20:27
Byssan leggur niður vopnin Ingvar Örn Ákason, þjálfari Morfísliðs MÍ, hefur ákveðið að hætta sem þjálfari liðsins og leggja pennann alfarið á hilluna. 15. febrúar 2014 12:00
Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 21:34