Enski boltinn

Holloway kominn með nýja vinnu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ian Holloway sem stjóri Crystal Palace í umspilsleiknum gegn Watford í vor.
Ian Holloway sem stjóri Crystal Palace í umspilsleiknum gegn Watford í vor. Nordicphotos / Getty
Ian Holloway hefur verið kynntur til leiks sem nýr knattspyrnustjóri enska knattspyrnufélagsins Millwall. Sky Sports greinir frá þessu.

Holloway hefur samið við Millwall til sumarsins 2016 og stýrir liðinu í fyrsta skipti er liðið sækir Huddersfield heim í Championship-deildinni á laugardag.

Stjórinn fimmtugi var látinn taka pokann sinn hjá Crystal Palace í haust eftir að hafa komið liðinu upp í ensku úrvalsdeildina. Hann tekur við starfinu hjá Millwall af Steve Lomas sem fékk brottvikningu í síðbúna jólagjöf á annan dag jóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×