"Enginn vill sitja uppi með Svarta-Pétur" Birta Björnsdóttir skrifar 22. mars 2014 20:00 Sjávarútvegsráðherra Noregs, Elísaber Aspaker, ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún segir sig knúna til að leiðrétta rangar og ónákvæmar fullyrðingar kollega síns, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um makríldeilu ríkjanna. Aspaker segir það alrangt að Norðmenn hafi aldrei viljað ganga til samninga við Íslendinga og segir samningaviðræður hafa strandað á því að Íslendingar einir hafi ekki viljað sætta sig við takmarkanir á fiskveiðum í lögsögu annarra ríka, til að mynda Grænlands. „Við upplifðum það að þetta kom inn á síðustu metrunum og væri í raun einhverskonar smjörklípa. Að menn stæðu frami fyrir þvi að ná samningum um allt annað í raun og veru. Ég held að það hafi í raun aldrei reynt á það. Við höfum litið svo á að það sé mikilvægt að styðja við bakið á þessum vest-norrænu þjóðum, þar á meðal Grænlandi, til að efla þeirra fiskveiðar. Ég hefði talið eðlilegt að Norðmenn og Færeyingar hefðu sama skilning á því. Ég held að það hafi ekki verið það úrslitaatriði sem hún vill meina," segir Sigurður Ingi. „Það kom okkur verulega á óvart að Norðmenn Færu fram á það í samskiptum við Færeyinga sérstaklega og Evrópusambandið að í slíkum samningum væri komið í veg fyrir að í tvíhliða samning Íslands við önnur ríki. Það hleypti nokkuð illi blóði í okkar samningamenn. Það teljum við vera fullkomlega óeðlilegt, að þriðja ríkið sé að skipta sér að samningum milli tveggja ríkja." Aspaker gagnrýnir hranalegt orðalag íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og segir það undarlegt að heyra talað um að Norðmenn hafi leikið ljótan leik, þegar Íslendingar gerðu samkomulag við Evrópusambandið án þess að láta sig vita. „Við fórum ítrekað fram á það við Evrópusambandið og spurðum ítrekað hvort Norðmenn væru ekki upplýstir um stöðuna. Við fengum þá fullvissu frá Evrópusambandinu að þeir myndu sjá um að tala við Norðmenn," segir Sigurður Ingi. Hann segir þá gagnrýni Aspaker, um að Íslendingar ýki vægi Íslandsmiða í uppgangi makrílsins, vera í raun málið í hnotskurn. Það þurfi að ríkja sátt um hinn vísindalega grunn sem samningarnir byggi á og bindur enn vonir við að Norðmenn viðurkenni að Íslendingar eigi réttilega stóra hlutdeild í þessum stofni. En hvernig getur farið svo tvennum sögum af samningaviðræðunum? „Ég held að það snúist að einhverju leyti um að enginn vill sitja uppi með Svarta Pétur. Menn hafa ítrekað gert í því að ýja að því að við höfum yfirgefið samningafundinn, en það var alls ekki þannig. Evrópusambandið stóð fyrir fundinum og sleit honum einnig og sagði að ekki væri hægt að ná lengra, að svo komu máli. Svo fóru menn í það að semja sín á milli, án þess að hafa okkur með og svo koma svona eftirá skýringar til að styrkja stöðu þeirra í almannatengslunum," segir Sigurður Ingi. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra Noregs, Elísaber Aspaker, ritar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún segir sig knúna til að leiðrétta rangar og ónákvæmar fullyrðingar kollega síns, Sigurðar Inga Jóhannssonar, um makríldeilu ríkjanna. Aspaker segir það alrangt að Norðmenn hafi aldrei viljað ganga til samninga við Íslendinga og segir samningaviðræður hafa strandað á því að Íslendingar einir hafi ekki viljað sætta sig við takmarkanir á fiskveiðum í lögsögu annarra ríka, til að mynda Grænlands. „Við upplifðum það að þetta kom inn á síðustu metrunum og væri í raun einhverskonar smjörklípa. Að menn stæðu frami fyrir þvi að ná samningum um allt annað í raun og veru. Ég held að það hafi í raun aldrei reynt á það. Við höfum litið svo á að það sé mikilvægt að styðja við bakið á þessum vest-norrænu þjóðum, þar á meðal Grænlandi, til að efla þeirra fiskveiðar. Ég hefði talið eðlilegt að Norðmenn og Færeyingar hefðu sama skilning á því. Ég held að það hafi ekki verið það úrslitaatriði sem hún vill meina," segir Sigurður Ingi. „Það kom okkur verulega á óvart að Norðmenn Færu fram á það í samskiptum við Færeyinga sérstaklega og Evrópusambandið að í slíkum samningum væri komið í veg fyrir að í tvíhliða samning Íslands við önnur ríki. Það hleypti nokkuð illi blóði í okkar samningamenn. Það teljum við vera fullkomlega óeðlilegt, að þriðja ríkið sé að skipta sér að samningum milli tveggja ríkja." Aspaker gagnrýnir hranalegt orðalag íslenskra stjórnvalda í þessum efnum og segir það undarlegt að heyra talað um að Norðmenn hafi leikið ljótan leik, þegar Íslendingar gerðu samkomulag við Evrópusambandið án þess að láta sig vita. „Við fórum ítrekað fram á það við Evrópusambandið og spurðum ítrekað hvort Norðmenn væru ekki upplýstir um stöðuna. Við fengum þá fullvissu frá Evrópusambandinu að þeir myndu sjá um að tala við Norðmenn," segir Sigurður Ingi. Hann segir þá gagnrýni Aspaker, um að Íslendingar ýki vægi Íslandsmiða í uppgangi makrílsins, vera í raun málið í hnotskurn. Það þurfi að ríkja sátt um hinn vísindalega grunn sem samningarnir byggi á og bindur enn vonir við að Norðmenn viðurkenni að Íslendingar eigi réttilega stóra hlutdeild í þessum stofni. En hvernig getur farið svo tvennum sögum af samningaviðræðunum? „Ég held að það snúist að einhverju leyti um að enginn vill sitja uppi með Svarta Pétur. Menn hafa ítrekað gert í því að ýja að því að við höfum yfirgefið samningafundinn, en það var alls ekki þannig. Evrópusambandið stóð fyrir fundinum og sleit honum einnig og sagði að ekki væri hægt að ná lengra, að svo komu máli. Svo fóru menn í það að semja sín á milli, án þess að hafa okkur með og svo koma svona eftirá skýringar til að styrkja stöðu þeirra í almannatengslunum," segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira