Gamlir gimsteinar endurútgefnir ytra Þórður Ingi Jónsson skrifar 30. október 2014 00:01 Gamalt og gott - Gömul íslensk tónlist fær annan séns áratugum eftir að hún kom fyrst út. Gamlar og góðar íslenskar hljómsveitir lifa oft ágætu lífi í útlöndum þar sem erlend plötufyrirtæki endurútgefa íslenskt „költ“-efni, sem erfitt eða ómögulegt er að finna. Mikið af þessu efni er íslenskt sækadelíu- og hipparokk frá áttunda áratugnum með sveitum eins og Pelican, Icecross og Trúbroti. „Þetta er náttúrulega eitthvert svona hliðarsafnaradæmi,“ segir Dr. Gunni tónlistarspekúlant. „Eitthvert lið sem hefur gaman af svona „psych“-músík frá þessum tíma. Þetta íslenska dót hefur allt verið „bootleggað“ hægri vinstri og gefið út. Þannig að allt þetta dót er að fá annan séns mörgum áratugum síðar því þetta kom út á Íslandi á sínum tíma og seldist ekki neitt.“Dr. GunniSafnarar borga oft fúlgur fjár fyrir upprunalegar plötur með gömlu íslensku rokki. Mikið af þessu efni, svo sem íslenska pönkið og nýbylgjan, hefur verið endurútgefið hérlendis á geisladiskum en í ár gaf Smekkleysa aftur út Gott bít með listapönksveitinni Fan Houtens kókó. Þá stendur mögulega til hjá Smekkleysu að gefa aftur út meira af tónlist frá þessu tímabili. „Fyrir mörgum árum vorum við að færa þann hluta af katalógnum yfir á CD sem kom upphaflega út bara á vínyl,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu. „Síðan er hugmynd að reyna í náinni framtíð að endurútgefa sumt af þessu dóti á vínyl. Svo erum við búin að vera að vinna í samantekt á sögulegri útgáfu á þessu efni.“Svanfríður - What's Hidden ThereRykið dustað af íslensku költiFréttablaðið tók saman nokkrar endurútgáfur sem erlend fyrirtæki hafa selt á undanförnum árum. Þýska útgáfan Shadoks Music hefur meðal annars gefið út efni með Trúbroti, Óðmönnum og proggrokksveitinni Svanfríði. „Hefði orðið fræg og vinsæl plata ef hún hefði verið gefin út í Bretlandi,“ segir á síðu útgáfunnar um plötu SvanfríðarWhat‘s Hidden There frá 1972, sem er jafnframt sögð vera „ein besta proggrokk/neðanjarðarplatan sem kom frá Skandinavíu“.IcecrossNokkrir íslenskir rokkarar tóku upp þessa plötu í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en hún féll í gleymsku lengi vel. Í dag er hún gríðarlegt „költ“ meðal málmhausa og er sveitin sögð hafa verið á undan sínum tíma, „proto-metal“ eða „formetall“. Hún hefur meðal annars verið endurútgefin af bandarísku útgáfunni Rockadrome. „Ég keypti Icecross-plötuna í Safnarabúðinni í kringum 1990 á 10 kall stykkið. Hún lá þar í bunkum og enginn hafði áhuga á þessu. Ég var þá kominn í samband við einhvern gaur í Hollandi sem ég seldi þetta til á uppsprengdu verði, síðan seldi hann þetta áfram á uppsprengdu verði. Síðan hefur þetta költ spurst út smátt og smátt,“ segir Dr. Gunni.Poppsaga, Iceland's Pop Scene 1972-1977„Ég hef verið að hjálpa bresku útgáfufyrirtæki, RPM International, við að skrifa „liner notes“ á plöturnar. Safndiskurinn Poppsaga er með íslenskri tónlist frá í kringum 1975 og svo er nú væntanleg heildarútgáfa af verkum Pelican frá þessu sama merki,“ segir Dr. Gunni og bætir við að enn sé áhugi hjá útgáfunni fyrir að gefa út meira af íslensku efni frá þessum áratug.Thor's Hammer - If You Knew: Icelandic Punk & Beat '65-'67Kanadíska pönkútgáfan Ugly Pop Records hefur endurútgefið tónlist Thor’s Hammer. Tónlistin er skilgreind sem „proto-pönk“, eða „forpönk“. Hugtakið er oft notað yfir tónlist þeirra hráu bílskúrssveita sem spruttu upp á sjöunda áratugnum eftir tilkomu Bítlanna. „Íslenskar bílskúrsgoðsagnir sem krydduðu norræna takta sína með einhverju hráasta og villtasta ’60s fuzzpönki sem heyrst hefur!“ segir á umslaginu. Umbarumbamba með Thor's Hammer frá 1966 er gríðarlega sjaldgæf plata. Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Gamlar og góðar íslenskar hljómsveitir lifa oft ágætu lífi í útlöndum þar sem erlend plötufyrirtæki endurútgefa íslenskt „költ“-efni, sem erfitt eða ómögulegt er að finna. Mikið af þessu efni er íslenskt sækadelíu- og hipparokk frá áttunda áratugnum með sveitum eins og Pelican, Icecross og Trúbroti. „Þetta er náttúrulega eitthvert svona hliðarsafnaradæmi,“ segir Dr. Gunni tónlistarspekúlant. „Eitthvert lið sem hefur gaman af svona „psych“-músík frá þessum tíma. Þetta íslenska dót hefur allt verið „bootleggað“ hægri vinstri og gefið út. Þannig að allt þetta dót er að fá annan séns mörgum áratugum síðar því þetta kom út á Íslandi á sínum tíma og seldist ekki neitt.“Dr. GunniSafnarar borga oft fúlgur fjár fyrir upprunalegar plötur með gömlu íslensku rokki. Mikið af þessu efni, svo sem íslenska pönkið og nýbylgjan, hefur verið endurútgefið hérlendis á geisladiskum en í ár gaf Smekkleysa aftur út Gott bít með listapönksveitinni Fan Houtens kókó. Þá stendur mögulega til hjá Smekkleysu að gefa aftur út meira af tónlist frá þessu tímabili. „Fyrir mörgum árum vorum við að færa þann hluta af katalógnum yfir á CD sem kom upphaflega út bara á vínyl,“ segir Ásmundur Jónsson hjá Smekkleysu. „Síðan er hugmynd að reyna í náinni framtíð að endurútgefa sumt af þessu dóti á vínyl. Svo erum við búin að vera að vinna í samantekt á sögulegri útgáfu á þessu efni.“Svanfríður - What's Hidden ThereRykið dustað af íslensku költiFréttablaðið tók saman nokkrar endurútgáfur sem erlend fyrirtæki hafa selt á undanförnum árum. Þýska útgáfan Shadoks Music hefur meðal annars gefið út efni með Trúbroti, Óðmönnum og proggrokksveitinni Svanfríði. „Hefði orðið fræg og vinsæl plata ef hún hefði verið gefin út í Bretlandi,“ segir á síðu útgáfunnar um plötu SvanfríðarWhat‘s Hidden There frá 1972, sem er jafnframt sögð vera „ein besta proggrokk/neðanjarðarplatan sem kom frá Skandinavíu“.IcecrossNokkrir íslenskir rokkarar tóku upp þessa plötu í Kaupmannahöfn snemma á áttunda áratugnum en hún féll í gleymsku lengi vel. Í dag er hún gríðarlegt „költ“ meðal málmhausa og er sveitin sögð hafa verið á undan sínum tíma, „proto-metal“ eða „formetall“. Hún hefur meðal annars verið endurútgefin af bandarísku útgáfunni Rockadrome. „Ég keypti Icecross-plötuna í Safnarabúðinni í kringum 1990 á 10 kall stykkið. Hún lá þar í bunkum og enginn hafði áhuga á þessu. Ég var þá kominn í samband við einhvern gaur í Hollandi sem ég seldi þetta til á uppsprengdu verði, síðan seldi hann þetta áfram á uppsprengdu verði. Síðan hefur þetta költ spurst út smátt og smátt,“ segir Dr. Gunni.Poppsaga, Iceland's Pop Scene 1972-1977„Ég hef verið að hjálpa bresku útgáfufyrirtæki, RPM International, við að skrifa „liner notes“ á plöturnar. Safndiskurinn Poppsaga er með íslenskri tónlist frá í kringum 1975 og svo er nú væntanleg heildarútgáfa af verkum Pelican frá þessu sama merki,“ segir Dr. Gunni og bætir við að enn sé áhugi hjá útgáfunni fyrir að gefa út meira af íslensku efni frá þessum áratug.Thor's Hammer - If You Knew: Icelandic Punk & Beat '65-'67Kanadíska pönkútgáfan Ugly Pop Records hefur endurútgefið tónlist Thor’s Hammer. Tónlistin er skilgreind sem „proto-pönk“, eða „forpönk“. Hugtakið er oft notað yfir tónlist þeirra hráu bílskúrssveita sem spruttu upp á sjöunda áratugnum eftir tilkomu Bítlanna. „Íslenskar bílskúrsgoðsagnir sem krydduðu norræna takta sína með einhverju hráasta og villtasta ’60s fuzzpönki sem heyrst hefur!“ segir á umslaginu. Umbarumbamba með Thor's Hammer frá 1966 er gríðarlega sjaldgæf plata.
Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira