Landsbankinn á svörtum lista að ósekju Samúel Karl Ólason skrifar 15. janúar 2014 16:26 Vísir/Valgarður/GVA Samsett mynd „Við fögnum verðlagseftirliti ASÍ og kveinkum okkur ekki undan gagnrýni þegar hún á við. Þegar kemur að Svarta listanum teljum við okkur vera á honum að ósekju, enda eru okkar gjöld lægri en annarra þegar kemur að vörsluþjónustu,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Vísar hann þar til þess að Landsbankinn er á lista ASÍ yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. „Þeir sem setja efni á margnefnda síðu nefna m.a. að Landsbankinn hafi hækkað gjöld fyrir greiðsluþjónustu. Þeir þurfa að vanda sig betur. Sú hækkun er meira en eins árs gömul,“ segir Kristján. Þó sé rétt að vörslugjöld hafi hækkað hjá Landsbankanum, en nauðsynlegt sé að hafa nokkur atriði í huga. Það fyrsta er að gjaldskráin taki mið af kostnaði sem er að mestu kostnaður þriðja aðila, það er Verðbréfaskráningu Íslands varðandi innlend verðbréf og að upphæð gjaldsins ráðist að stærstum hluta af því. Þá sé bankinn með lægstu gjaldskránna á þessu sviði, fyrir og eftir þá hækkun sem hér sé til umræðu. Hann segir einnig að tæplega 90 prósent vörsluþjónustunnar sé fyrir fagfjárfesta og að sá hluti vegi ekki inn í neysluverðsvísitöluna. „Í heild vega þjónustugjöld fjármálafyrirtækja til einstaklinga 0,3 prósent í vísitölu neysluverðs og gjöld vegna vörsluþjónustu eru mjög lítill hluti af því, eða um 0,1 prósent af 0,3 prósentum í tilfelli Landsbankans. Áhrif hækkunarinnar á vísitölu neysluverðs eru því hverfandi.“ Hann segir það vera vaxandi kröfu og í samræmi við samkeppnisrétt að þeir sem njóti þjónustu greiði fyrir hana, í þessu tilfelli séu það fjárfestar. „Það er erfitt að réttlæta það að bankinn sé að borga með þjónustu sem þessari. Þetta er því skref í þá átt að gera verðlagningu á þjónustu gagnsæja og í samræmi við eðlilega viðskiptahætti.“ Tengdar fréttir Gjaldskrárlækkun myndi stefna Planinu í voða Orkuveita Reykjavíkur sér ekki fært að lækka almennar gjaldskrár fyrr en brothættur fjárhagur fyrirtækisins hefur náð að styrkjast til muna. 15. janúar 2014 14:49 ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum Gylfi Arnbjörnsson hefur sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum, annars muni ASÍ fjalla um þau á heimasíðu sinni með áberandi hætti. 14. janúar 2014 13:18 Þeir sem hækka verð settir á lista Alþýðusamband Íslands hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. Þá er á sömu síðu einnig listi yfir fyrirtæki sem hafa lýst því yfir að þau hækki ekki verð. 15. janúar 2014 11:41 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
„Við fögnum verðlagseftirliti ASÍ og kveinkum okkur ekki undan gagnrýni þegar hún á við. Þegar kemur að Svarta listanum teljum við okkur vera á honum að ósekju, enda eru okkar gjöld lægri en annarra þegar kemur að vörsluþjónustu,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. Vísar hann þar til þess að Landsbankinn er á lista ASÍ yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. „Þeir sem setja efni á margnefnda síðu nefna m.a. að Landsbankinn hafi hækkað gjöld fyrir greiðsluþjónustu. Þeir þurfa að vanda sig betur. Sú hækkun er meira en eins árs gömul,“ segir Kristján. Þó sé rétt að vörslugjöld hafi hækkað hjá Landsbankanum, en nauðsynlegt sé að hafa nokkur atriði í huga. Það fyrsta er að gjaldskráin taki mið af kostnaði sem er að mestu kostnaður þriðja aðila, það er Verðbréfaskráningu Íslands varðandi innlend verðbréf og að upphæð gjaldsins ráðist að stærstum hluta af því. Þá sé bankinn með lægstu gjaldskránna á þessu sviði, fyrir og eftir þá hækkun sem hér sé til umræðu. Hann segir einnig að tæplega 90 prósent vörsluþjónustunnar sé fyrir fagfjárfesta og að sá hluti vegi ekki inn í neysluverðsvísitöluna. „Í heild vega þjónustugjöld fjármálafyrirtækja til einstaklinga 0,3 prósent í vísitölu neysluverðs og gjöld vegna vörsluþjónustu eru mjög lítill hluti af því, eða um 0,1 prósent af 0,3 prósentum í tilfelli Landsbankans. Áhrif hækkunarinnar á vísitölu neysluverðs eru því hverfandi.“ Hann segir það vera vaxandi kröfu og í samræmi við samkeppnisrétt að þeir sem njóti þjónustu greiði fyrir hana, í þessu tilfelli séu það fjárfestar. „Það er erfitt að réttlæta það að bankinn sé að borga með þjónustu sem þessari. Þetta er því skref í þá átt að gera verðlagningu á þjónustu gagnsæja og í samræmi við eðlilega viðskiptahætti.“
Tengdar fréttir Gjaldskrárlækkun myndi stefna Planinu í voða Orkuveita Reykjavíkur sér ekki fært að lækka almennar gjaldskrár fyrr en brothættur fjárhagur fyrirtækisins hefur náð að styrkjast til muna. 15. janúar 2014 14:49 ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum Gylfi Arnbjörnsson hefur sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum, annars muni ASÍ fjalla um þau á heimasíðu sinni með áberandi hætti. 14. janúar 2014 13:18 Þeir sem hækka verð settir á lista Alþýðusamband Íslands hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. Þá er á sömu síðu einnig listi yfir fyrirtæki sem hafa lýst því yfir að þau hækki ekki verð. 15. janúar 2014 11:41 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Sjá meira
Gjaldskrárlækkun myndi stefna Planinu í voða Orkuveita Reykjavíkur sér ekki fært að lækka almennar gjaldskrár fyrr en brothættur fjárhagur fyrirtækisins hefur náð að styrkjast til muna. 15. janúar 2014 14:49
ASÍ varar sveitarfélög við hækkunum Gylfi Arnbjörnsson hefur sent öllum forsvarsmönnum sveitarfélaga bréf þar sem hann hvetur þá til þess að falla frá gjaldskrárhækkunum, annars muni ASÍ fjalla um þau á heimasíðu sinni með áberandi hætti. 14. janúar 2014 13:18
Þeir sem hækka verð settir á lista Alþýðusamband Íslands hefur birt lista yfir fyrirtæki sem hafa hækkað verð í kjölfar kjarasamninga. Þá er á sömu síðu einnig listi yfir fyrirtæki sem hafa lýst því yfir að þau hækki ekki verð. 15. janúar 2014 11:41