Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað með látum um helgina en það er nóg af áhugaverðum leikjum í dag og á morgun. Stórleikur umferðarinnar er jafnframt fyrsti leikur helgarinnar þegar Everton tekur á móti Liverpool á Goodison Park í hádeginu í dag en á morgun glíma Íslendingaliðin Cardiff og Tottenham við risaliðin frá Manchester-borg.
Everton-menn hafa verið fyrir ofan Liverpool í töflunni undanfarin tvö tímabil en eini sigur liðsins í síðustu þrettán leikjum liðsins á móti nágrönnunum var í október 2010. Liverpoll hefur unnið sjö þessara leikja (fimm jafntefli) og haldið átta sinnum hreinu.
Everton hefur ekki tapað í fjórtán heimaleikjum á árinu 2013 (10 sigrar, 4 jafntefli) en mætir nú sjóðheitu Liverpool-liði sem er 11 stigum og 11 sætum á undan árangri síns fyrir ári.
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham fara í heimsókn til Manchester City klukkan 13.30 á morgun. Tottenham hefur aðeins fengið eitt stig út úr tveimur síðustu leikjum sínum og er komið niður í 7. sæti. City hefur sýnt veikleikamerki á útivelli en á Etihad-leikvangnum er liðið með fullt hús og 20 mörk í fimm leikjum á þessu tímabili.
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City taka á móti Englandsmeisturum Manchester United klukkan 16.00 á morgun og eiga möguleika á að ná Manchester-tvennu því Cardiff vann 3-2 sigur á City-liðinu fyrr í vetur. Manchester United hefur unnið þrjá leiki í röð og virðist vera að finna taktinn undir stjórn Davids Moyes.
Topplið Arsenal tekur á móti spútnikliði Southampton klukkan þrjú í dag en Southampton gæti náð toppsætinu með sigri á Emirates.
Beinar útsendingar á sportstöðvum Stöðvar tvö um helginaLaugardagur
12.45 Everton-Liverpool, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 2]
15.00 Arsenal-South, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 2]
15.00 Newcastle-Norwich, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 4]
15.00 Stoke-Sunderland, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 5]
15.00 Fulham-Swansea, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 6]
15.00 Barcelona-Granada, spænski fótboltinn [Stöð 2 Sport 3]
16.00 Tímataka í Brasilíu, formúla eitt [Stöð 2 Sport]
17.30 West Ham-Chelsea, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 6]
19.00 Almeria-Real Madrid, spænski fótboltinn [Stöð 2 Sport]
Sunnudagur
13.30 Man.City-Tottenham, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 2]
14.00 Flensburg-Kiel, þýski handboltinn [Stöð 2 Sport]
15.30 Brasilíukappaksturinn, formúla eitt [Stöð 2 Sport]
16.00 Cardiff-Manchester United, enska úrvalsdeildin [Stöð 2 Sport 2]
Ísland á móti Manchester-borg
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur
Íslenski boltinn




„Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“
Íslenski boltinn
