Innlent

Strætó ferjaði yfir 10 milljónir farþega

JHH skrifar
Strætó.
Strætó.
Sá áfangi náðist hjá Strætó í lok síðasta árs að ferja yfir 10 milljón farþega á árinu. Nýliðið ár er því hið stærsta hjá Strætó frá upphafi. Þetta er niðurstaða farþegatalningar hjá Strætó. Farþegatalningin sýndi töluverða aukningu á haustmánuðum í samanburði við árið 2011 og í október fór farþegafjöldin í fyrsta sinn yfir 1 milljón farþega á mánuði, sem er 11.91% fjölgun á milli ára.

Aukin þjónusta á stóran þátt í þessari miklu aukningu farþega en þjónustan hefur verið efld á annatíma, auk þess sem þjónustutíminn hefur verið lengdur á kvöldin og á laugardögum. Fjölmennar leiðir er voru eknar á 15 mínútna fresti og nær allar leiðir sem óku á 60 mínútna fresti á kvöldin og um helgar aka núna á 30 mínútna fresti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.