40% niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 10:15 Niðurskurður hefði einfaldlega þær afleiðingar að færri myndir yrðu gerðar Mynd/úr safni Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja. Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira
Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja.
Mest lesið Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent „Það mun reyna á okkur hér“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Innlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Fleiri fréttir Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Sjá meira