40% niðurskurður til Kvikmyndasjóðs Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 9. september 2013 10:15 Niðurskurður hefði einfaldlega þær afleiðingar að færri myndir yrðu gerðar Mynd/úr safni Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Það er til skoðunar að skera útgjöld ríkisins til Kvikmyndasjóðs á næsta ári niður um 40% þannig að þau fari úr um milljarði í 600 milljónir króna. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hagræðingarhópur ríkisstjórnarinnar endurskoðar fjárfestingaáætlun fyrri ríkisstjórnar og samkvæmt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þingmanni sjálfstæðisflokks sem á sæti í hópnum verður farið yfir þessi útgjöld eins og önnur með gagnrýnum hætti. Hilmar Sigurðsson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, segir að áhrif niðurskurðar séu einfaldlega að ráðist yrði í gerð færri íslenskra kvikmynda en ella. Það sama muni gerast og 2010 þegar framlögin voru skorin úr 700 niður í 450 milljónir króna. Í síðastliðinni viku skrifaði Kolbrún Halldórsdóttir, forseti Bandalags íslenskra listamanna, grein þar sem m.a. kom fram að á síðasta ári hafi framlög til kvikmyndaiðnaðarins verið hækkuð um helming. Rannsókn á hagrænum áhrifum skapandi greina gaf forsendu til hækkunar. „Árleg velta greinanna nemur um 190 milljörðum króna og þær skapa um 10.000 ársstörf,“ skrifar Kolbrún. Hún bendir einnig á að ótal möguleikar séu fyrir hendi til að framkvæma skapandi hugmyndir og oft í samstarfi við aðrar atvinnugreinar. Hún biður ráðamenn sem undirbúa fjárlagatillögur fyrir næsta ár að hafa það í huga.Grímur Gíslason og Sjón eru ekki sömu skoðunar þegar kemur að framlögum ríkisins til menningar og listagreinaGrímur Gíslason, formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, er ekki sammála Kolbrúnu í þessu máli og finnst að skera eigi niður í þessum málaflokki og nýta féð sem eyrnamerkt er menningu og listum í mikilvægari málaflokka. Út frá þessu spunnust líflegar umræður á netinu sem leiddu meðal annars til þess að skáldið Sjón tjáði sig um málið í athugasemdakerfi Vísis. Þar vandar skáldið ekki Eyjamönnum kveðjurnar en þangað á Grímur ættir sínar að rekja.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira