Kvartað undan ógleði eftir hótelgistinguna Brjánn Jónasson skrifar 30. júlí 2013 06:30 Ný viðbygging við Icelandair Hótel Hamar í Borgarfirði var tekin í notkun í sumar. Mynd/Icelandair Hótel Hamar Hópur ferðamanna sem gisti á hóteli í Borgarfirði í júlí kvartaði undan ógleði og höfuðverk eftir nóttina vegna megnrar málningar- og límlyktar í herbergjum í nýrri viðbyggingu. „Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Börkur Hrólfsson, leiðsögumaður hópsins. Hann segir þetta bara eitt dæmi af mörgum þar sem pottur sé brotinn hér á landi þegar komi að þjónustu við ferðamenn. „Það er hart ef Ísland og Íslendingar fara að verða þekkt fyrir að svindla á ferðamönnum,“ segir Börkur um ástandið almennt. Hann segir að það sé því miður að verða raunin, um það hafi hann séð fjölmörg dæmi á þriggja áratuga starfsferli. Hópurinn kom til næturgistingar og fékk herbergi í nýrri álmu í Icelandair Hótel Hamar í Borgarfirði. Börkur segir að angandi málningarlykt hafi mætt fólkinu og mikil límlykt á salernum. Þá hafi ekki verið búið að setja upp sturtuhengi eða statíf fyrir klósettpappír, og ekkert netsamband hafi verið í herbergjunum. Þá hafi matsalurinn ekki rúmað alla gesti hótelsins.Börkur HrólfssonSjálfur segist Börkur hafa komið á eftir hópnum um kvöldið, og ekki talað við fólkið fyrr en um morguninn. Sjálfur hafi hann fengið herbergi í eldri álmu hótelsins og þar hafi verið mörg herbergi laus. Engin ástæða hafi verið til þess að hýsa fólkið í nýkláruðu herbergjum. Hann segir starfsmenn hótelsins greinilega hafa vitað af lyktinni af flísalíminu og málningunni því öll herbergi sem ekki hafi verið sofið í hafi verið opin upp á gátt og allir gluggar opnir til að lofta út. „Svona gera menn ekki þegar fólk er búið að borga hátt verð fyrir herbergið,“ segir Börkur. Hann ítrekar að þetta sé aðeins eitt af fjölmörgum dæmum sem fjölmargir leiðsögumenn geti nefnt um fúsk í þjónustu við ferðamenn. Þar skjóti skökku við enda tekjur af ferðamönnum gríðarlega miklar.Börkur Hrólfsson leiðsögumaður segir að enn hafi verið unnið að því að stækka matsalinn þegar hópur á hans vegum gisti þar fyrripart júlí.Mynd/Börkur Hrólfsson„Dálítið orðum aukið“ „Þetta er dálítið mikið orðum aukið,“ segir Sigurður Ólafsson, hótelstjóri á Icelandair Hótel Hamar, spurður um lýsingar leiðsögumannsins á aðstöðu ferðamannanna. Sigurður segir að hugsanlega hafi vantað sturtuhengi í tvö herbergi. Þá segir hann matsalinn rúma 100 í sæti en 88 geti gist á hótelinu. „Ég viðurkenni að þetta var nýtt, og það er sjálfsagt einhver málningarlykt í herbergjum sem er nýbúið að mála,“ segir Sigurður. Hann segir að flísalagt hafi verið viku áður en ferðamennirnir hafi komið, og um svipað leyti hafi verið teppalagt. Spurður hvort límlyktin hafi verið farin þegar herbergin voru leigð út segir Sigurður: „Við skulum orða það þannig að ef þú kaupir þér nýjan bíl er leðurlykt í bílnum þegar þú kemur inn í hann.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Hópur ferðamanna sem gisti á hóteli í Borgarfirði í júlí kvartaði undan ógleði og höfuðverk eftir nóttina vegna megnrar málningar- og límlyktar í herbergjum í nýrri viðbyggingu. „Þetta er auðvitað til háborinnar skammar,“ segir Börkur Hrólfsson, leiðsögumaður hópsins. Hann segir þetta bara eitt dæmi af mörgum þar sem pottur sé brotinn hér á landi þegar komi að þjónustu við ferðamenn. „Það er hart ef Ísland og Íslendingar fara að verða þekkt fyrir að svindla á ferðamönnum,“ segir Börkur um ástandið almennt. Hann segir að það sé því miður að verða raunin, um það hafi hann séð fjölmörg dæmi á þriggja áratuga starfsferli. Hópurinn kom til næturgistingar og fékk herbergi í nýrri álmu í Icelandair Hótel Hamar í Borgarfirði. Börkur segir að angandi málningarlykt hafi mætt fólkinu og mikil límlykt á salernum. Þá hafi ekki verið búið að setja upp sturtuhengi eða statíf fyrir klósettpappír, og ekkert netsamband hafi verið í herbergjunum. Þá hafi matsalurinn ekki rúmað alla gesti hótelsins.Börkur HrólfssonSjálfur segist Börkur hafa komið á eftir hópnum um kvöldið, og ekki talað við fólkið fyrr en um morguninn. Sjálfur hafi hann fengið herbergi í eldri álmu hótelsins og þar hafi verið mörg herbergi laus. Engin ástæða hafi verið til þess að hýsa fólkið í nýkláruðu herbergjum. Hann segir starfsmenn hótelsins greinilega hafa vitað af lyktinni af flísalíminu og málningunni því öll herbergi sem ekki hafi verið sofið í hafi verið opin upp á gátt og allir gluggar opnir til að lofta út. „Svona gera menn ekki þegar fólk er búið að borga hátt verð fyrir herbergið,“ segir Börkur. Hann ítrekar að þetta sé aðeins eitt af fjölmörgum dæmum sem fjölmargir leiðsögumenn geti nefnt um fúsk í þjónustu við ferðamenn. Þar skjóti skökku við enda tekjur af ferðamönnum gríðarlega miklar.Börkur Hrólfsson leiðsögumaður segir að enn hafi verið unnið að því að stækka matsalinn þegar hópur á hans vegum gisti þar fyrripart júlí.Mynd/Börkur Hrólfsson„Dálítið orðum aukið“ „Þetta er dálítið mikið orðum aukið,“ segir Sigurður Ólafsson, hótelstjóri á Icelandair Hótel Hamar, spurður um lýsingar leiðsögumannsins á aðstöðu ferðamannanna. Sigurður segir að hugsanlega hafi vantað sturtuhengi í tvö herbergi. Þá segir hann matsalinn rúma 100 í sæti en 88 geti gist á hótelinu. „Ég viðurkenni að þetta var nýtt, og það er sjálfsagt einhver málningarlykt í herbergjum sem er nýbúið að mála,“ segir Sigurður. Hann segir að flísalagt hafi verið viku áður en ferðamennirnir hafi komið, og um svipað leyti hafi verið teppalagt. Spurður hvort límlyktin hafi verið farin þegar herbergin voru leigð út segir Sigurður: „Við skulum orða það þannig að ef þú kaupir þér nýjan bíl er leðurlykt í bílnum þegar þú kemur inn í hann.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira