Enski boltinn

Hver vill ekki spila fyrir PSG?

Franski landsliðsmaðurinn Yohan Cabaye, leikmaður Newcastle, hefur verið orðaður við franska stórliðið PSG og hann hefur nú gefið félaginu undir fótinn.

"Hver vill ekki spila fyrir PSG?" sagði Cabaye en hann er algjör lykilmaður í liði Newcastle.

Hann var næstum farinn til Arsenal síðasta sumar en félögin komust ekki að samkomulaig um kaupverð.

"Annars líður mér vel hjá Newcastle. Ég ætla að leggja mitt af mörkum til þess að þetta verði gott tímabil hjá okkur. Ég ætla mér að fara á HM í toppformi eftir að hafa náð góðum árangri með Newcastle í vetur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×