Sigmundur Davíð horfir til hagræðingarstefnu Svía Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 14:44 Sigmundur Davíð eygir efnahagsstefnu Svía, en Svíar hafa hagrætt mikið í velferðarkerfinu og eftirfalið einkaaðilum ýmsa þjónustu. Stefán/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann fór á fund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sigmundur sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt forsætisráðherra Svíþjóðar að hann myndi „líta sérstaklega til fordæmis Svíþjóðar varðandi það hvernig ykkur tókst að að blása lífi í hagkerfið og koma því til nútímans." Hann bætti svo við: „Að sumu leyti tókust þið á við sömu erfiðleika og Ísland stendur frammi fyrir núna og fordæmi ykkar hefur að geyma mjög góðar lausnir á vandamálunum sem Ísland þarf að takast á við nú."Aukin einkavæðing og hagræðing í velferðarkerfinuÁ vef The Economist er fjallað um það þegar Svíar stóðu frammi fyrir miklum efnahagsvanda á níunda áratugnum eftir að hafa eytt um efni fram um langa hríð. Viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum síðan þá en Sænska hagkerfið hefur seinustu áratugina verið í örri framþróun. Svíar hafa búið við mikinn hagvöxt, lága skuldsetningu, lága verðbólgu og lágt atvinnuleysi í samanburði við önnur Evrópulönd. Hluti hins opinbera af vergri landsframleiðslu er þó um 50% og efnahagsstefna Svía hefur gjarnan verið kölluð hið „Nýja módel." Þessi árangur mun hafa náðst meðal annars með því að einfalda regluverk, draga mjög úr skuldsetningu opinberra aðila, hagræða verulega í velferðarkerfinu, lækka tekjuskatt og fela einkaaðilum að reka ýmsa þjónustu á borð við mennta- og heilbrigðisþjónustu. Á móti hækkuðu Svíar ýmsa aðra skatta. Þetta hafi að meginstefnu til verið gert án þess að ójöfnuður hafi aukist verulega. Ummæli Sigmundar bera það með sér að einhver ofantalinna atriða séu í farvatninu en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum."Gagnrýni komið fram á hugmyndir ríkisstjórnarinnarHugmyndir um lækkun skatta og fyrirhugaða hagræðingu í ríkisfjármálum sem til stendur að ráðast í hafa sætt gagnrýni af hálfu ýmissa stjórnarandstæðinga. Núverandi ríkisstjórn hefur til dæmis sætt gagnrýni fyrir að leggja af stað með það sem stjórnarandstaðan kallar óraunhæfar aðgerðir í ljósi stöðu ríkissjóðs, til að mynda með fyrirætlunum sínum um að lækka svokallað veiðigjald. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann fór á fund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sigmundur sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt forsætisráðherra Svíþjóðar að hann myndi „líta sérstaklega til fordæmis Svíþjóðar varðandi það hvernig ykkur tókst að að blása lífi í hagkerfið og koma því til nútímans." Hann bætti svo við: „Að sumu leyti tókust þið á við sömu erfiðleika og Ísland stendur frammi fyrir núna og fordæmi ykkar hefur að geyma mjög góðar lausnir á vandamálunum sem Ísland þarf að takast á við nú."Aukin einkavæðing og hagræðing í velferðarkerfinuÁ vef The Economist er fjallað um það þegar Svíar stóðu frammi fyrir miklum efnahagsvanda á níunda áratugnum eftir að hafa eytt um efni fram um langa hríð. Viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum síðan þá en Sænska hagkerfið hefur seinustu áratugina verið í örri framþróun. Svíar hafa búið við mikinn hagvöxt, lága skuldsetningu, lága verðbólgu og lágt atvinnuleysi í samanburði við önnur Evrópulönd. Hluti hins opinbera af vergri landsframleiðslu er þó um 50% og efnahagsstefna Svía hefur gjarnan verið kölluð hið „Nýja módel." Þessi árangur mun hafa náðst meðal annars með því að einfalda regluverk, draga mjög úr skuldsetningu opinberra aðila, hagræða verulega í velferðarkerfinu, lækka tekjuskatt og fela einkaaðilum að reka ýmsa þjónustu á borð við mennta- og heilbrigðisþjónustu. Á móti hækkuðu Svíar ýmsa aðra skatta. Þetta hafi að meginstefnu til verið gert án þess að ójöfnuður hafi aukist verulega. Ummæli Sigmundar bera það með sér að einhver ofantalinna atriða séu í farvatninu en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum."Gagnrýni komið fram á hugmyndir ríkisstjórnarinnarHugmyndir um lækkun skatta og fyrirhugaða hagræðingu í ríkisfjármálum sem til stendur að ráðast í hafa sætt gagnrýni af hálfu ýmissa stjórnarandstæðinga. Núverandi ríkisstjórn hefur til dæmis sætt gagnrýni fyrir að leggja af stað með það sem stjórnarandstaðan kallar óraunhæfar aðgerðir í ljósi stöðu ríkissjóðs, til að mynda með fyrirætlunum sínum um að lækka svokallað veiðigjald.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta átt von á sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Sjá meira