Sigmundur Davíð horfir til hagræðingarstefnu Svía Jóhannes Stefánsson skrifar 19. júní 2013 14:44 Sigmundur Davíð eygir efnahagsstefnu Svía, en Svíar hafa hagrætt mikið í velferðarkerfinu og eftirfalið einkaaðilum ýmsa þjónustu. Stefán/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann fór á fund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sigmundur sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt forsætisráðherra Svíþjóðar að hann myndi „líta sérstaklega til fordæmis Svíþjóðar varðandi það hvernig ykkur tókst að að blása lífi í hagkerfið og koma því til nútímans." Hann bætti svo við: „Að sumu leyti tókust þið á við sömu erfiðleika og Ísland stendur frammi fyrir núna og fordæmi ykkar hefur að geyma mjög góðar lausnir á vandamálunum sem Ísland þarf að takast á við nú."Aukin einkavæðing og hagræðing í velferðarkerfinuÁ vef The Economist er fjallað um það þegar Svíar stóðu frammi fyrir miklum efnahagsvanda á níunda áratugnum eftir að hafa eytt um efni fram um langa hríð. Viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum síðan þá en Sænska hagkerfið hefur seinustu áratugina verið í örri framþróun. Svíar hafa búið við mikinn hagvöxt, lága skuldsetningu, lága verðbólgu og lágt atvinnuleysi í samanburði við önnur Evrópulönd. Hluti hins opinbera af vergri landsframleiðslu er þó um 50% og efnahagsstefna Svía hefur gjarnan verið kölluð hið „Nýja módel." Þessi árangur mun hafa náðst meðal annars með því að einfalda regluverk, draga mjög úr skuldsetningu opinberra aðila, hagræða verulega í velferðarkerfinu, lækka tekjuskatt og fela einkaaðilum að reka ýmsa þjónustu á borð við mennta- og heilbrigðisþjónustu. Á móti hækkuðu Svíar ýmsa aðra skatta. Þetta hafi að meginstefnu til verið gert án þess að ójöfnuður hafi aukist verulega. Ummæli Sigmundar bera það með sér að einhver ofantalinna atriða séu í farvatninu en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum."Gagnrýni komið fram á hugmyndir ríkisstjórnarinnarHugmyndir um lækkun skatta og fyrirhugaða hagræðingu í ríkisfjármálum sem til stendur að ráðast í hafa sætt gagnrýni af hálfu ýmissa stjórnarandstæðinga. Núverandi ríkisstjórn hefur til dæmis sætt gagnrýni fyrir að leggja af stað með það sem stjórnarandstaðan kallar óraunhæfar aðgerðir í ljósi stöðu ríkissjóðs, til að mynda með fyrirætlunum sínum um að lækka svokallað veiðigjald. Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er nú staddur í Svíþjóð þar sem hann fór á fund Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Sigmundur sagði á blaðamannafundi eftir að hafa hitt forsætisráðherra Svíþjóðar að hann myndi „líta sérstaklega til fordæmis Svíþjóðar varðandi það hvernig ykkur tókst að að blása lífi í hagkerfið og koma því til nútímans." Hann bætti svo við: „Að sumu leyti tókust þið á við sömu erfiðleika og Ísland stendur frammi fyrir núna og fordæmi ykkar hefur að geyma mjög góðar lausnir á vandamálunum sem Ísland þarf að takast á við nú."Aukin einkavæðing og hagræðing í velferðarkerfinuÁ vef The Economist er fjallað um það þegar Svíar stóðu frammi fyrir miklum efnahagsvanda á níunda áratugnum eftir að hafa eytt um efni fram um langa hríð. Viðsnúningur hefur orðið í ríkisfjármálum síðan þá en Sænska hagkerfið hefur seinustu áratugina verið í örri framþróun. Svíar hafa búið við mikinn hagvöxt, lága skuldsetningu, lága verðbólgu og lágt atvinnuleysi í samanburði við önnur Evrópulönd. Hluti hins opinbera af vergri landsframleiðslu er þó um 50% og efnahagsstefna Svía hefur gjarnan verið kölluð hið „Nýja módel." Þessi árangur mun hafa náðst meðal annars með því að einfalda regluverk, draga mjög úr skuldsetningu opinberra aðila, hagræða verulega í velferðarkerfinu, lækka tekjuskatt og fela einkaaðilum að reka ýmsa þjónustu á borð við mennta- og heilbrigðisþjónustu. Á móti hækkuðu Svíar ýmsa aðra skatta. Þetta hafi að meginstefnu til verið gert án þess að ójöfnuður hafi aukist verulega. Ummæli Sigmundar bera það með sér að einhver ofantalinna atriða séu í farvatninu en í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir: „Gerð verður úttekt á skattkerfinu og skattkerfisbreytingum undanfarinna ára og lagðar fram tillögur til úrbóta með það að markmiði að einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka tekjutengingar og draga úr undanskotum."Gagnrýni komið fram á hugmyndir ríkisstjórnarinnarHugmyndir um lækkun skatta og fyrirhugaða hagræðingu í ríkisfjármálum sem til stendur að ráðast í hafa sætt gagnrýni af hálfu ýmissa stjórnarandstæðinga. Núverandi ríkisstjórn hefur til dæmis sætt gagnrýni fyrir að leggja af stað með það sem stjórnarandstaðan kallar óraunhæfar aðgerðir í ljósi stöðu ríkissjóðs, til að mynda með fyrirætlunum sínum um að lækka svokallað veiðigjald.
Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Fleiri fréttir Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Sjá meira