Segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2013 18:38 Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira
Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Fleiri fréttir Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Farþeginn enn í haldi lögreglu Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Slökkvilið kallað út vegna ammoníakleka Ummæli Þórunnar dapurleg Margt sem gildir enn í samstarfi Íslands og Bandaríkjanna Fólk farið að reykja kókaínið Kókaínreykingar algengari, vonbrigði í vegagerð og háskaleg eftirför lögreglu Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Slökktu eld á Stórhöfða Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Elsti Íslendingurinn er látinn Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Furðar sig á uppbyggingu við inngang þjóðgarðsins Grindvíkingar fái að velja hvar þeir kjósa „Auðvitað er forgangsröðun jarðganga vonbrigði fyrir mig“ „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Ekki búið að bera kennsl á þann sem ekið var á Uggur í læknum og samtöl við Norðurlönd nauðsynlegt Fóru ekki fram á lengra varðhald yfir lögmanninum Áhyggjufullir læknar Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Sjá meira