Segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2013 18:38 Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira
Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Sjá meira