Segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart Ingveldur Geirsdóttir skrifar 19. júní 2013 18:38 Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum. Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
Rúmlega tuttugu og eitt þúsund undirskriftir hafa nú safnast gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda. Sjávarútvegsráðherra segir fjölda undirskrifta koma sér á óvart því engar breytingar á veiðigjöldunum þýði engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Á þjóðhátíðardaginn var sett af stað undirskriftasöfnun á netinu gegn frumvarpi um lækkun veiðigjalda.Tuttugu og eitt þúsund undirskriftir höfðu safnast nú rétt fyrir fréttir og fjölgaði þeim um rúm sjöþúsund í dag. Sjávarútvegsráðherra segir þennan rífandi gang í undirskriftasöfnunni koma sér á óvart að nokkru leiti, ástæða sé fyrir því að breytingarnar á veiðgjöldunum voru lagðar fram. „Ef við hefðum ekkert gert þá yrðu engin veiðigjöld á næsta fiskveiðiári. Vegna þess að lögin sem áttu að taka gildi 1. september næstkomandi eru óframkvæmanleg. Þannig að ef að undirskriftasöfnunin yrði til þess að það yrðu engin lög þá verða engin veiðigjöld,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Sigurður Ingi segir að veiðgjöld síðustu ríkisstjórnar hafi verið þannig úr garði gerð að ekki hafi verið hægt að leggja á samkvæmt þeim. „Fráfarandi ríkisstjórn fékk upplýsingar um það fyrst í desember síðastliðinum og síðan aftur í mars, frá svokallaðri veiðigjaldanefnd sem hefur verið að vinna að þessu. Þannig að það er alveg skýrt að það er alveg sama hvaða ríkisstjórn hafi verið hér þá væru veiðigjöldin til umfjöllunar,“ sagði sjávarútvegsráðherrann. Hann segir að það verði að leggja fram sérstakt ákvæði um veiðigjöld til eins árs á meðan verið sé að endurskoða veiðigjöldin í heild sinni. Núverandi álagning sé of há og hafi verið sett á með ósanngjörnum hætti. „Því erum við að bregðast við með því að koma með hóflegri veiðigjöld sérstaklega á þann hluta sem að álagningin var einfaldlega alltof há,“ sagði Sigurður Ingi. Ef Alþingi bregst ekki við ákalli þeirra sem hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalistann verður hann afhentur forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni, og hann hvattur til að undirrita ekki lögin og vísi þeim í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Ólafur Ragnar hefur sjálfur sagt að fá mál henti betur í þjóðaratkvæðagreiðslu en einmitt kvótamálin. Hvað finnst Sigurði Inga um það? „Eins og ég segi, menn verða að vita hverju þeir eru að hafna og hvað þeir eru að biðja um. Ef að menn falla frá þessu eins árs frumvarpi þá verður ekki hægt að leggja á veiðigjöld á næsta ári. Það er óframkvæmanlegt. Ég efast nú um að það sé tilgangur þeirra sem standa fyrir undirskriftasöfnuninni,“ sagði hann að lokum.
Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira