Lífið

Það er vinna á bak við þessa vöðva

Ellý Ármanns skrifar
Eva Sveinsdóttir, 39 ára, fyrsta atvinnufitnesskona á Íslandi, náði að komast í topp tíu í World Championship WBFF sem er heimsmeistarakeppni í fitness. Keppnin fór fram í lok ágúst í Las Vegas en hún keppti þar í flokki sem ber yfirskriftina Pro figure.   Eva fletti með okkur í gegnum myndaalbúmið sitt.

„Ég steig á svið með frægustu finess konu heims, Monicu Brant. Það var ekki leiðinlegt en við erum i góðu sambandi og höfum verið það frá því ég kynntist henni fyrir þremur árum," segir Eva.

Monica sem sigraði keppnina ásamt Evu.
Hvað gerir þú fyrir utan fitness? „Ég vann hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í sumar en ég var í sjúkraflutningum. Ég hef starfað við það áður, samhliða löggæslustörfum en ég er menntuð í þessu bæði sem lögreglumaður og sjúkraflutningamaður eða EMT- Basic eins og það kallast," útskýrir Eva en í dag leggur hún stund á hjúkrunarfræði.

„Ég gæti ekki náð þessum árangri án Nings, Nutramino Systrasel og World Class," segir Eva.Mynd/Jónas Hallgríms
Þegar við spyrjum Evu hvernig hún nái þessum árangri þegar kemur að fitness svarar hún: „Með því að hafa heilbrigðan lífsstíl að markmiði."

„Ég var fyrst ó mæ glætan en þetta virkaði vel í Vegas," svarar Eva þegar við spyrjum hana út í borðann sem hún bar eins og sjá má á myndinni hér að ofan.

Hér er Eva í Las Vegas ásamt Birgi Ómarssyni og Helga Bjarnasyni á heimsmeistarmótinu í fitness.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.