Útlendingar kaupa íslenskt indí Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 10:30 Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram. Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram.
Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira