Útlendingar kaupa íslenskt indí Freyr Bjarnason skrifar 5. september 2013 10:30 Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Vinsælasta platan hér á landi í sumar var This Is Icelandic Indie Music. Hún hefur setið í efsta sæti Tónlistans undanfarnar vikur og hefur, að sögn útgefandans Haralds Leví Haraldssonar hjá Record Records, selst í um þrjú þúsund eintökum. Aðspurður segir Haraldur að erlendir ferðamenn hafi helst keypt plötuna en margir Íslendingar hafi þó einnig fengið sér eintak. „Ég vissi að þetta gæti svínvirkað en bjóst ekki við því að hún yrði mest selda platan yfir allt sumarið,“ segir hann. Eins og oft vill verða seljast „gamlar“ plötur vel yfir sumartímann vegna allra ferðamannanna sem hingað koma. Þar má nefna plötur með Of Monsters and Men, Retro Stefson og Hjaltalín, sem allar komu út í fyrra. Mest hefur samt Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta selst, eða í um tvö þúsund eintökum, samkvæmt útgefandanum Senu. Á þessu ári hefur hún selst í um fjögur þúsund eintökum. Samanlagt hefur hún selst í rétt innan við þrjátíu þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir um ári síðan. Vinsælustu plöturnar í sumar sem komu út á þessu ári hafa verið Kveikur með Sigur Rós og Samaris með rafpoppsveitinni Samaris, auk safnplötunnar Tíminn flýgur áfram.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Fleiri fréttir „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“