Lífið

Valinn hönnuður ársins af GQ

Hin árlega verðlaunahátíð GQ fór fram fyrir stuttu.
Hin árlega verðlaunahátíð GQ fór fram fyrir stuttu. nordicphotos/getty
Tímarit GQ veitti hin árlegu verðlaun Maður ársins í samstarfi við Hugo Boss við hátíðlega athöfn í London fyrir stuttu.

Kynnir kvöldsins var enginn annar en söngvarinn Justin Timberlake. Verðlaun voru veitt í mörgum flokkum og var Tom Ford til að mynda valinn fatahönnuður ársins og Emma Watson var kosin kona ársins.

Arctic Monkeys var valin hljómsveit ársins og sir Elton John hreppti titilinn snillingur ársins. GQ-tímaritið er eitt vinsælasta lífsstílstímaritið fyrir karlmenn en það kom fyrst á markað árið 1931 í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.