Lífið

Kate Moss, Naomi Campbell og Kylie Minogue endurhanna Adidasskó

Styrkja gott málefniKate Moss, Naomi Campbell og Kylie Minogue leggja sitt af mörkum.
Styrkja gott málefniKate Moss, Naomi Campbell og Kylie Minogue leggja sitt af mörkum. Nordicphotos/getty
Kate Moss, Naomi Campbell og Kylie Minogue voru fengnar til þess að endurhanna Adidasskó til styrktar Stonewall góðgerðasamtökunum.

Samtökin sem eru bresk, beita sér fyrir því að safna fé fyrir sam- og tvíkynhneigt fólk í Bretlandi. Samtökin fengu Moss, Campbell og Minogue til liðs við sig í ár og eiga þær að endurhanna strigaskó frá Adidas.

Þær fá allar upprunalega útgáfu af Adidasskóm, sem þær síðan endurhanna hver á sinn hátt. Hver hönnun verður svo seld á uppboði og rennur allur ágóði óskertur til Stonewall-samtakanna. Það eru fleiri frægir sem leggja samtökunum lið en söngvararnir Boy George og Sir Elton John koma einnig að söfnuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.