Lífið

Frægasti sími landsins gaf upp öndina

Elimar Hauksson skrifar
Páll Óskar og síminn eiga langa sögu saman.
Páll Óskar og síminn eiga langa sögu saman.
Einn frægasti farsími landsins er nú ónýtur eftir að hafa fylgt eiganda sínum, Páli Óskari Hjálmtýssyni, frá árinu 1998.  

Páll Óskar segist hafa reynt að hnoða lífi í símann en án árangurs „Já það er rétt. Síminn var farinn að sjúga upp hvert batteríið á fætur öðru. Við erum búnir að ganga saman í gegnum súrt og sætt en nú er hann búinn að gefa upp öndina,“ segir Páll Óskar. 

„Ég hét símanum því að ég myndi hafa hann á skenk með dvergunum sjö. Þegar síminn dó fór ég á ebay og fann dverga úr postulína sem vaka nú yfir honum“

Það er nóg framundan hjá Páli Óskari sem verður í Keflavík um helgina og mun spila á Ljósanæturballi. „Ég og nýji síminn verðum saman á Stapanum á laugardaginn. Það verður megastuð!“

Á skenknum þar sem dvergarnir sjö vaka yfir Nokia 6110mynd/páll óskar





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.