Ódýrara að kaupa húsin en að verja þau Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. ágúst 2013 07:00 Ásthildur Cecil Þórðardóttir rekur Garðplöntustöð Ásthildar við heimili sitt, sem er sérstakt í laginu og er kallað Kúlan. Hús Þorbjarnar, nágranna hennar, er kallað Engi. „Ég sætti mig ekki við svona yfirgang. Ég er alin upp undir þessu fjalli,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir garðyrkjustjóri, en Ísafjarðarbær hyggst kaupa hús hennar þar sem það er sagt í ofanflóðahættu. Ódýrara er að kaupa húsið en verja það með varnargarði. „Okkur er engin hætta búin,“ fullyrðir Ásthildur. „Það hafa verið einhver skriðuföll og aurskriður en ekki fyrir ofan mig.“ Hún segir þetta mismunun þar sem aðeins tvö hús sæta þessari meðferð, hennar og nágranna hennar. „Þeir geta ekki verið að spara sér pening með því að kaupa mig út fyrir eitthvað slikk. Ég get ekki fengið svona hús og kringumstæður fyrir peninginn sem þau bjóða.“ Þorbjörn Halldór Jóhannesson, nágranni Ásthildar, er í sömu stöðu en er ekki sammála henni að öllu leyti. „Mín skoðun er sú að þeir verði að kaupa húsið fyrst þeir ætla ekki að verja það,“ segir Þorbjörn, sem segir ofanflóðahættuna til staðar. „Árið 2009 komu snjóflóð tvo daga í röð og húsið nötraði og skalf.“ Þorbjörn segir ferlið stranda á samningum um verð en hann segist hvergi geta fengið sambærilega lóð í bænum. „Það er ekki verið að meta aðstöðuna eða neitt. Ég vil að það gildi um mig sömu lög og giltu í Bolungarvík.“ Hann segist vilja leysa málið sem fyrst en geti ekki sætt sig við matsverðið. „Manni líður ekkert vel að búa hér. Það er stöðug hætta,“ útskýrir hann. „En ég á engan annan stað til að búa á.“Daníel JakobssonDaníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, telur tilboðin sem sett hafa verið fram ásættanleg. „Við höfum heimild til þess að bjóða markaðsverð en þau vilja fá samreiknað endurstofnverð. Það er svo mikið á milli að við teljum okkur ekki geta samið á þeim forsendum,“ segir Daníel. Hann telur að málið sé ekki sambærilegt því sem átti sér stað í Bolungarvík. Bænum beri að hans sögn lagaleg skylda til þess að verja íbúana, annaðhvort með því að byggja varnargarð eða kaupa húsin og beita þeim úrræðum að ekki sé heimilt að búa í þeim. „Ég vona að menn nái að semja,“ segir Daníel en í ljósi þess að samningar virðast ekki takast íhugar bærinn að taka húsin eignarnámi. Áþekkt mál áður farið fyrir dómstóla Sambærilegt mál þekkist síðan árið 2002. Þá voru fengnir tveir matsmenn á vegum ofanflóðasjóðs sem mátu eignir í Bolungarvík sem taka átti undir varnargarð. Íbúarnir undu ekki mati þeirra og málið fór til matsnefndar eignarnámsbóta, sem dæmdi íbúunum mun hærri bætur á þeim grundvelli að ekki væri hægt að fá sambærilegar eignir í bæjarfélaginu. Sú niðurstaða var síðan staðfest fyrir dómstólum. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira
„Ég sætti mig ekki við svona yfirgang. Ég er alin upp undir þessu fjalli,“ segir Ásthildur Cecil Þórðardóttir garðyrkjustjóri, en Ísafjarðarbær hyggst kaupa hús hennar þar sem það er sagt í ofanflóðahættu. Ódýrara er að kaupa húsið en verja það með varnargarði. „Okkur er engin hætta búin,“ fullyrðir Ásthildur. „Það hafa verið einhver skriðuföll og aurskriður en ekki fyrir ofan mig.“ Hún segir þetta mismunun þar sem aðeins tvö hús sæta þessari meðferð, hennar og nágranna hennar. „Þeir geta ekki verið að spara sér pening með því að kaupa mig út fyrir eitthvað slikk. Ég get ekki fengið svona hús og kringumstæður fyrir peninginn sem þau bjóða.“ Þorbjörn Halldór Jóhannesson, nágranni Ásthildar, er í sömu stöðu en er ekki sammála henni að öllu leyti. „Mín skoðun er sú að þeir verði að kaupa húsið fyrst þeir ætla ekki að verja það,“ segir Þorbjörn, sem segir ofanflóðahættuna til staðar. „Árið 2009 komu snjóflóð tvo daga í röð og húsið nötraði og skalf.“ Þorbjörn segir ferlið stranda á samningum um verð en hann segist hvergi geta fengið sambærilega lóð í bænum. „Það er ekki verið að meta aðstöðuna eða neitt. Ég vil að það gildi um mig sömu lög og giltu í Bolungarvík.“ Hann segist vilja leysa málið sem fyrst en geti ekki sætt sig við matsverðið. „Manni líður ekkert vel að búa hér. Það er stöðug hætta,“ útskýrir hann. „En ég á engan annan stað til að búa á.“Daníel JakobssonDaníel Jakobsson, bæjarstjóri á Ísafirði, telur tilboðin sem sett hafa verið fram ásættanleg. „Við höfum heimild til þess að bjóða markaðsverð en þau vilja fá samreiknað endurstofnverð. Það er svo mikið á milli að við teljum okkur ekki geta samið á þeim forsendum,“ segir Daníel. Hann telur að málið sé ekki sambærilegt því sem átti sér stað í Bolungarvík. Bænum beri að hans sögn lagaleg skylda til þess að verja íbúana, annaðhvort með því að byggja varnargarð eða kaupa húsin og beita þeim úrræðum að ekki sé heimilt að búa í þeim. „Ég vona að menn nái að semja,“ segir Daníel en í ljósi þess að samningar virðast ekki takast íhugar bærinn að taka húsin eignarnámi. Áþekkt mál áður farið fyrir dómstóla Sambærilegt mál þekkist síðan árið 2002. Þá voru fengnir tveir matsmenn á vegum ofanflóðasjóðs sem mátu eignir í Bolungarvík sem taka átti undir varnargarð. Íbúarnir undu ekki mati þeirra og málið fór til matsnefndar eignarnámsbóta, sem dæmdi íbúunum mun hærri bætur á þeim grundvelli að ekki væri hægt að fá sambærilegar eignir í bæjarfélaginu. Sú niðurstaða var síðan staðfest fyrir dómstólum.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Sjá meira