Enski boltinn

Di Canio: Ég er ekki fasisti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Paolo Di Canio neitar staðfastlega ásökunum um að hann sé fasisti. Þetta kom fram í yfirlýsingu frá honum í dag.

Di Canio var nýverið ráðinn knattspyrnustjóri Sunderland og neitaði að svara spurningum um pólitískar skoðanir sínar á sínum fyrsta blaðamannafundi.

„Ég er ekki pólitískur og tengist ekki neinum sérstökum samtökum. Ég er ekki kynþáttahatari og styð ekki hugmyndafræði fasismans. Ég ber virðingu fyrir öllum," sagði í yfirlýsingunni.

„Ég er knattspyrnumaður og einbeiti mér að íþróttinni og fjölskyldu minni. Ég mun framvegis aðeins ræða um knattspyrnu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×