Mike Jones, dómari leiks Newcastle og Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag, þurfti að fá aðhlynningu eftir að hafa fengið högg í andlitið.
Moussa Sissoko, leikmaður Newcastle, slæmdi hönd sinni óvart í andlit Jones sem féll með tilþrifum í grasið.
Joens fékk blóðnasir en gat haldið áfram að dæma leikinn stuttu síðar. Honum til happs gerðist þetta á lokamínútum leiksins.
