Enski boltinn

Mourinho og Olsson rifust heiftarlega

Það var allt vitlaust í göngunum eftir leik Chelsea og WBA um síðustu helgi. Chelsea jafnaði leikinn úr umdeildu víti í uppbótartíma.

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, lenti þar meðal annars í rifrildi við Jonas Olsson, leikmann WBA.

Mourinho sagði að Olsson væri "Mikka mús leikmaður". Svíinn svaraði á einfaldan hátt með orðunum: "Fuck off."

Nánast allir leikmenn liðanna tóku þátt í látunum í göngunum og þurftu starfsmenn vallarins að skerast í leikinn áður en menn færu að slást.

Hermt er að Olsson og Mourinho hafi sæst áður en WBA hélt heim á leið.

Hér að ofan má sjá tilþrifin úr leiknum og vítið umdeilda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×