Fótbolti

Arnór Smárason mun yfirgefa Esbjerg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnór Smárason
Arnór Smárason Mynd / Getty Images
Knattspyrnumaðurinn Arnór Smárason hefur ákveðið að yfirgefa danska liðið Esbjerg þegar samningur hans við félagið rennur út í sumar.

Arnór gekk í raðir Esbjerg árið 2010 en áður var hann hjá Heerenveen í Hollandi.

„Það er kominn tími til að prófa eitthvað nýtt en ég náði að kveðja liðið einstaklega vel með því að verða bikarmeistari með Esbjerg,“ sagði Árnór við danska blaðið JydskeVestkysten.

„Mig langar að finna lið sem hentar mínum leikstíl og er í toppbaráttu í viðkomandi deild.“

„Ég er með tilboð í höndunum og er svona að meta það. Þetta kemur allt í ljós á næstu vikum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×